Ólík viðbrögð fyrrum formanna: Framboð Sigríðar gegn Árna sagt misráðið Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2015 22:06 Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar hafa tjáð sig um formannskjör gærdagsins. Vísir/Stefán/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist á Facebook-síðu sinni „hugsi“ yfir stöðu Samfylkingarinnar í kjölfar óvænts formannskjörs flokksins sem fram fór í gær. Ingibjörg segir framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn Árna Páli Árnasyni, sitjandi formanni flokksins, „misráðið“ og gefur í skyn að Sigríður hafi reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa Árna Páli úr stóli.Mikilvægt að virða reglur um formannskjör „Formaður verður að hafa skýrt umboð frá flokknum,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. „Árni fékk þetta umboð þegar 3,474 flokksmenn greiddu honum atkvæði sitt í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins í ársbyrjun 2013. Í formannskjörinu á landsfundinum í gær tóku þátt 487 flokksmenn og Árni Páll vann sigur með eins atkvæðis mun.“ Ingibjörg Sólrún spyr þannig í hvaða stöðu Sigríður Ingibjörg hefði verið gagnvart þeim flokksmönnum sem kusu Árna Pál fyrir tveimur árum, hefði hún unnið. Framboð hennar hafi einungis getað skilað flokknum löskuðum formanni eða formanni með óljóst umboð.Sjá einnig: „Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ „Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni en Samfylkingin hefur mótað sér ákveðnar reglur um hvernig formannskjör eigi að fara fram og það er mjög mikilvægt að þær reglur séu virtar en ekki reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa sitjandi formanni,“ skrifar hún jafnframt.Bæði ábyrg fyrir framhaldinu Össur Skarphéðinsson, annar fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar, tjáir sig einnig á Facebook um stöðuna í kjölfar formannskjörsins. Hann segir tækifæri felast í öllum stöðum sem upp komi í stjórnmálum þó að Árni Páll, sem var í gær endurkjörinn formaður flokksins með einu atkvæði, þurfi að vinna úr erfiðri stöðu. „Margir telja eflaust að kosningin milli þeirra um helgina – þar sem úrslit verða ekki naumari – gæti haft skaðlegar afleiðingar fyrir flokkinn,“ skrifar Össur. „Vitaskuld gæti svo farið – en það fer algerlega eftir þeim tveimur. Ábyrgðin á því hvernig úr er unnið hvílir á beggja herðum.“Sjá einnig: „Ég kaus mig ekki sem formann Samfylkingarinnar“ Össur vísar í átök hans og Ingibjargar Sólrúnar, sem tók við af honum sem formaður árið 2005, og segir þau sanna að „átök millum sterkra jafningja geta oft leitt jákvæða krafta úr læðingi.“ „Sama verkefni bíður nú þeirra Árna Páls og Sigríðar,“ skrifar hann. „Þau þurfa að virkja kraftinn sem spratt í baklandi beggja, og splæsa í reipi sem togar jafnaðarstefnuna áfram.“Innlegg frá Össur Skarphéðinsson. Tengdar fréttir "Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53 Árni Páll: Full ástæða til að hlusta eftir gagnrýni Árni Páll Árnason segir niðurstöður kosninganna sérkennilegar.Hann viti þó ekki hvað hann hefði getað gert betur en segir að það sé full ástæða til að hlusta eftir því. 20. mars 2015 21:02 Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42 Mótframboð kom Árna Páli á óvart Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart. 20. mars 2015 12:15 Sigríður Ingibjörg í formannsframboð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist á Facebook-síðu sinni „hugsi“ yfir stöðu Samfylkingarinnar í kjölfar óvænts formannskjörs flokksins sem fram fór í gær. Ingibjörg segir framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn Árna Páli Árnasyni, sitjandi formanni flokksins, „misráðið“ og gefur í skyn að Sigríður hafi reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa Árna Páli úr stóli.Mikilvægt að virða reglur um formannskjör „Formaður verður að hafa skýrt umboð frá flokknum,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. „Árni fékk þetta umboð þegar 3,474 flokksmenn greiddu honum atkvæði sitt í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins í ársbyrjun 2013. Í formannskjörinu á landsfundinum í gær tóku þátt 487 flokksmenn og Árni Páll vann sigur með eins atkvæðis mun.“ Ingibjörg Sólrún spyr þannig í hvaða stöðu Sigríður Ingibjörg hefði verið gagnvart þeim flokksmönnum sem kusu Árna Pál fyrir tveimur árum, hefði hún unnið. Framboð hennar hafi einungis getað skilað flokknum löskuðum formanni eða formanni með óljóst umboð.Sjá einnig: „Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ „Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni en Samfylkingin hefur mótað sér ákveðnar reglur um hvernig formannskjör eigi að fara fram og það er mjög mikilvægt að þær reglur séu virtar en ekki reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa sitjandi formanni,“ skrifar hún jafnframt.Bæði ábyrg fyrir framhaldinu Össur Skarphéðinsson, annar fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar, tjáir sig einnig á Facebook um stöðuna í kjölfar formannskjörsins. Hann segir tækifæri felast í öllum stöðum sem upp komi í stjórnmálum þó að Árni Páll, sem var í gær endurkjörinn formaður flokksins með einu atkvæði, þurfi að vinna úr erfiðri stöðu. „Margir telja eflaust að kosningin milli þeirra um helgina – þar sem úrslit verða ekki naumari – gæti haft skaðlegar afleiðingar fyrir flokkinn,“ skrifar Össur. „Vitaskuld gæti svo farið – en það fer algerlega eftir þeim tveimur. Ábyrgðin á því hvernig úr er unnið hvílir á beggja herðum.“Sjá einnig: „Ég kaus mig ekki sem formann Samfylkingarinnar“ Össur vísar í átök hans og Ingibjargar Sólrúnar, sem tók við af honum sem formaður árið 2005, og segir þau sanna að „átök millum sterkra jafningja geta oft leitt jákvæða krafta úr læðingi.“ „Sama verkefni bíður nú þeirra Árna Páls og Sigríðar,“ skrifar hann. „Þau þurfa að virkja kraftinn sem spratt í baklandi beggja, og splæsa í reipi sem togar jafnaðarstefnuna áfram.“Innlegg frá Össur Skarphéðinsson.
Tengdar fréttir "Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53 Árni Páll: Full ástæða til að hlusta eftir gagnrýni Árni Páll Árnason segir niðurstöður kosninganna sérkennilegar.Hann viti þó ekki hvað hann hefði getað gert betur en segir að það sé full ástæða til að hlusta eftir því. 20. mars 2015 21:02 Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42 Mótframboð kom Árna Páli á óvart Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart. 20. mars 2015 12:15 Sigríður Ingibjörg í formannsframboð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
"Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53
Árni Páll: Full ástæða til að hlusta eftir gagnrýni Árni Páll Árnason segir niðurstöður kosninganna sérkennilegar.Hann viti þó ekki hvað hann hefði getað gert betur en segir að það sé full ástæða til að hlusta eftir því. 20. mars 2015 21:02
Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42
Mótframboð kom Árna Páli á óvart Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart. 20. mars 2015 12:15
Sigríður Ingibjörg í formannsframboð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður. 20. mars 2015 07:00