Fótbolti

Furðuleg auglýsing fyrir leik Íslands og Kasakstan | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stríðsmenn mætast.
Stríðsmenn mætast. mynd/skjáskot
Spennan magnast fyrir leik Íslands og Kasakstan í undankeppni EM 2016 sem fram fer í Astana, höfuðborg Kasakstan, á laugardaginn.

Kasakstan er á botni riðilsins með eitt stig en okkar strákar eru með níu stig eftir bestu byrjun landsliðsins í undankeppni EM í sögunni.

Stemningin fyrir leiknum virðist mikil í Astana þrátt fyrir misjafnt gengi þeirra manna.

Stiklu fyrir leikinn má finna á Facebook-síðu knattspyrnusambands Kasakstan sem er mátulega furðuleg.

Þar hittast tvær tegundir stríðsmanna, Íslendingurinn sem víkingur, áður en eldingu slær niður og þeir verða að landsliðsmönnum.

Þessa einstaklega skemmtilegu stiklu má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×