Kári Árnason bestur í Astana | Einkunnir íslenska liðsins 28. mars 2015 17:13 Kári Árnason var frábær í vörninni. vísir/getty Kári Árnason var besti leikur íslenska liðsins í 3-0 sigrinum á Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag, en hann spilaði frábærlega í vörninni. Hann fær átta í einkunn fyrir sína frammistöðu líkt og Jóhann Berg, Eiður Smári og Birkir Bjarnason sem spiluðu einnig allir mjög vel. Hér að neðan má sjá einkunnir Vísis fyrir leikinn í Astana.Einkunnir íslensku strákanna:Hannes Þór Halldórsson 7 Öruggur í sínum aðgerðum og ekki að sjá hann hefur ekki spilað „alvöru“ leik á árinu. Varði allt sem á markið kom og sparkaði vel út undir pressu Kasaka.Birkir Már Sævarsson 7 Traustur í varnarleiknum og átti góða spretti til baka þegar Kasakar sóttu hratt. Stöðvaði margar skyndisóknir. Fínn fram á við, náði ágætlega saman við Jóhann Berg og átti 2-3 góðar fyrirgjafir.Kári Árnason 8 Mjög góður leikur hjá miðverðinum. Var látinn bera upp boltann frá endalínu í fyrri hálfleik til að spila í gegnum pressu heimamanna. Kom spilinu í gang með góðum sendingum. Ógnarsterkur í loftinu og í heildina besti varnarmaður Íslands í dag.Ragnar Sigurðsson 7 Sterkur í loftinu líkt og Kári. Las margar sendingar vel hjá Kasökum og gerði Hannesi lífið auðveldara.Ari Freyr Skúlason 6 Ágætur fram á við með góðar sendingar en lenti stundum í vandræðum í vörninni. Missti menn framhjá sér og braut klaufalega sem skiluðu föstum leikatriðum fyrir Kasakstan. Eitt brotið hans leiddi næstum til marks Kasakstan sem hefði komið því inn í leikinn.Jóhann Berg Guðmundsson 8 Kom virkilega sprækur inn og greinilega ólmur í að sýna sig og sanna. Heimir og Lars lásu þetta alveg rétt með að láta Jóhann byrja. Var sérstaklega frískur í fyrri hálfleik og lagði upp fyrsta markið eftir að vinna boltann sjálfur.Gylfi Þór Sigurðsson 7 Ekki sami stjörnuleikurinn frá Gylfa Þór og í öðrum leikjum í undankeppninni en gæði hans eru slík að það skiptir ekki öllu máli. Átti í smá vandræðum með móttökur alveg í byrjun leiksins en komst fljótlega betur í takt við leikinn og dreifði spilinu vel. Tengdi vel við Eið Smára. Þeim leiðist ekki að spila saman.Aron Einar Gunnarsson 7 Var meira með boltann en oft áður. Þurfti að rekja hann langar vegalengdir í fyrri hálfleik sérstaklega þegar Kasakarnir stilltu upp í tíu manna varnarleik. Fór vel með boltann, sendingar góðar og var á réttum stað á okkar vallarhelmingi. Fór meiddur af velli.Birkir Bjarnason 8 Mjög góður leikur hjá Birki sem hljóp úr sér lungun frá fyrstu mínútu. Gerði meira en það; komst vel inn í spilið, skilaði sendingum frábærlega frá sér og skoraði tvö mörk.Eiður Smári Guðjohnsen 8 Það þarf ekkert að taka fram hversu miklir töfrar eru í þessum fótum. Kasakarnir gátu ekki hirt af honum boltann sama hversu margir reyndu í einu. Róaði leik liðsins þegar það þurfti en sprengdi svo upp vörn heimamanna með eitruðum sendingum. Skoraði fyrsta markið með frábærri afgreiðslu.Kolbeinn Sigþórsson 5 Ekki góður leikur hjá framherjanum. Var aldrei í takt við leikinn, fékk boltann í hælana og skilaði varla sendingu frá sér til að byrja með. Sterkur í loftinu en hann getur mun betur.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson fyrir Kolbein Sigþórsson (70.) 6 Kom inn á og djöflaðist í framlínunni. Vann nokkur skallaeinvígi en mátti losa boltann fyrr á samherja þegar það bauðst. Átti sendinguna á Birki í þriðja markinu.Emil Hallfreðsson fyrir Aron Einar Gunnarsson (72.) -Alfreð Finnbogason fyrir Eiðs Smára Guðjohnsen (83.) - EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára Markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi bætti 25. landsliðsmarkinu í sarpinn í Astana í dag. 28. mars 2015 16:08 Þrjú mörk og þrjú stig í Astana Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt. 28. mars 2015 17:15 Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02 Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Kári Árnason var besti leikur íslenska liðsins í 3-0 sigrinum á Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag, en hann spilaði frábærlega í vörninni. Hann fær átta í einkunn fyrir sína frammistöðu líkt og Jóhann Berg, Eiður Smári og Birkir Bjarnason sem spiluðu einnig allir mjög vel. Hér að neðan má sjá einkunnir Vísis fyrir leikinn í Astana.Einkunnir íslensku strákanna:Hannes Þór Halldórsson 7 Öruggur í sínum aðgerðum og ekki að sjá hann hefur ekki spilað „alvöru“ leik á árinu. Varði allt sem á markið kom og sparkaði vel út undir pressu Kasaka.Birkir Már Sævarsson 7 Traustur í varnarleiknum og átti góða spretti til baka þegar Kasakar sóttu hratt. Stöðvaði margar skyndisóknir. Fínn fram á við, náði ágætlega saman við Jóhann Berg og átti 2-3 góðar fyrirgjafir.Kári Árnason 8 Mjög góður leikur hjá miðverðinum. Var látinn bera upp boltann frá endalínu í fyrri hálfleik til að spila í gegnum pressu heimamanna. Kom spilinu í gang með góðum sendingum. Ógnarsterkur í loftinu og í heildina besti varnarmaður Íslands í dag.Ragnar Sigurðsson 7 Sterkur í loftinu líkt og Kári. Las margar sendingar vel hjá Kasökum og gerði Hannesi lífið auðveldara.Ari Freyr Skúlason 6 Ágætur fram á við með góðar sendingar en lenti stundum í vandræðum í vörninni. Missti menn framhjá sér og braut klaufalega sem skiluðu föstum leikatriðum fyrir Kasakstan. Eitt brotið hans leiddi næstum til marks Kasakstan sem hefði komið því inn í leikinn.Jóhann Berg Guðmundsson 8 Kom virkilega sprækur inn og greinilega ólmur í að sýna sig og sanna. Heimir og Lars lásu þetta alveg rétt með að láta Jóhann byrja. Var sérstaklega frískur í fyrri hálfleik og lagði upp fyrsta markið eftir að vinna boltann sjálfur.Gylfi Þór Sigurðsson 7 Ekki sami stjörnuleikurinn frá Gylfa Þór og í öðrum leikjum í undankeppninni en gæði hans eru slík að það skiptir ekki öllu máli. Átti í smá vandræðum með móttökur alveg í byrjun leiksins en komst fljótlega betur í takt við leikinn og dreifði spilinu vel. Tengdi vel við Eið Smára. Þeim leiðist ekki að spila saman.Aron Einar Gunnarsson 7 Var meira með boltann en oft áður. Þurfti að rekja hann langar vegalengdir í fyrri hálfleik sérstaklega þegar Kasakarnir stilltu upp í tíu manna varnarleik. Fór vel með boltann, sendingar góðar og var á réttum stað á okkar vallarhelmingi. Fór meiddur af velli.Birkir Bjarnason 8 Mjög góður leikur hjá Birki sem hljóp úr sér lungun frá fyrstu mínútu. Gerði meira en það; komst vel inn í spilið, skilaði sendingum frábærlega frá sér og skoraði tvö mörk.Eiður Smári Guðjohnsen 8 Það þarf ekkert að taka fram hversu miklir töfrar eru í þessum fótum. Kasakarnir gátu ekki hirt af honum boltann sama hversu margir reyndu í einu. Róaði leik liðsins þegar það þurfti en sprengdi svo upp vörn heimamanna með eitruðum sendingum. Skoraði fyrsta markið með frábærri afgreiðslu.Kolbeinn Sigþórsson 5 Ekki góður leikur hjá framherjanum. Var aldrei í takt við leikinn, fékk boltann í hælana og skilaði varla sendingu frá sér til að byrja með. Sterkur í loftinu en hann getur mun betur.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson fyrir Kolbein Sigþórsson (70.) 6 Kom inn á og djöflaðist í framlínunni. Vann nokkur skallaeinvígi en mátti losa boltann fyrr á samherja þegar það bauðst. Átti sendinguna á Birki í þriðja markinu.Emil Hallfreðsson fyrir Aron Einar Gunnarsson (72.) -Alfreð Finnbogason fyrir Eiðs Smára Guðjohnsen (83.) -
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára Markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi bætti 25. landsliðsmarkinu í sarpinn í Astana í dag. 28. mars 2015 16:08 Þrjú mörk og þrjú stig í Astana Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt. 28. mars 2015 17:15 Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02 Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára Markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi bætti 25. landsliðsmarkinu í sarpinn í Astana í dag. 28. mars 2015 16:08
Þrjú mörk og þrjú stig í Astana Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt. 28. mars 2015 17:15
Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02
Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31