Eiður Smári: Var eiginlega orðið alltof langt síðan að ég skoraði Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 28. mars 2015 17:59 Eiður Smári er kominn aftur á blað. vísir/getty „Þetta var flott í kvöld og heilt yfir frábær sigur. Við ætluðum okkur að ná í þrjú stig og það var nákvæmlega það sem við gerðum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, eftir 3-0 sigur á Kasakstan í Astana í kvöld. Eiður Smári kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum með laglegri afgreiðslu en þetta var fyrsta landsliðsmark hans frá árinu 2009.Sjá einnig:Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára „Það var eiginlega orðið alltof langt síðan að ég skoraði fyrir landsliðið og það var kominn tími til," sagði Eiður Smári en íslenska liðið nýtti sér þá mistök hjá markverði Kasaka. „Við vorum búnir að fara vel yfir það og vissum að við yrðum að vera tilbúnir. Þeir eiga það til að gera klaufaleg mistök og sem betur fer nýttum við það okkur vel," sagði Eiður Smári. „Ég bjóst kannski við því að við yrðum undir aðeins meiri pressu en ég held að þar eigi við skilið hrós. Við leyfðum þeim ekki að pressa á okkur. Annað markið gefur okkur líka mikið. Það róar okkur mikið og gefur okkur þægilega stöðu. Við vorum ákveðnir í því að fara 2-0 yfir inn í seinni hálfleikinn," sagði Eiður Smári. „Þetta leit kannski þægilega út en við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt. Það þarf að hafa fyrir öllu í fótbolta í dag. Það að þetta hafi litið þægilega út sýnir okkar styrkleika. Við gáfum þeim ekki færi á því að komast inn í leikinn," sagði Eiður Smári.Sjá einnig:Twitter logar eftir mark Eiðs „Ég byrjaði aðeins framar og við lögðum upp með það að reyna að pressa þá aðeins hærra upp á vellinum. Eftir því sem leikurinn þróaðist þá fann ég að það var mikið svæði fyrir mig að komast í til að hjálpa miðjumönnunum aðeins. Við Gylfi getum líka leyst hvorn annan af þegar hann er að stinga sér," sagði Eiður Smári. „Ég held að þeir hafi átt í vandræðum með það þegar við vorum að fá boltann milli þeirra miðju og varnar. Þeir vissu ekki hvort þeir ættu að pressa okkur í bakið eða gefa okkur svæðið. Það virkaði vel," sagði Eiður Smári. „Við sögðum það fyrir leikinn að þrjú stig út úr þessum leik myndi gefa okkur mikið. Við höfum komið okkur í þá stöðu að vera að berjast um efsta sætið og það er frábært," sagði Eiður Smári. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Eiður er enn frábær fótboltamaður Lars Lagerbäck var að vonum ánægður með 0-3 sigur Íslands á Kasakstan í Astana í dag. 28. mars 2015 17:55 Eiður Smári: Gott að fá seinna markið svona fljótt Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik frá því gegn Króatíu í nóvember 2013 og hélt upp á það með marki gegn Kasakstan í dag. 28. mars 2015 17:21 Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02 Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31 Kári Árnason bestur í Astana | Einkunnir íslenska liðsins Kári Árnason, Eiður Smári, Jóhann Berg og Birkir Bjarnason fá hæstu einkunn en Kolbeinn Sigþórsson var ekki líkur sjálfum sér. 28. mars 2015 17:13 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
„Þetta var flott í kvöld og heilt yfir frábær sigur. Við ætluðum okkur að ná í þrjú stig og það var nákvæmlega það sem við gerðum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, eftir 3-0 sigur á Kasakstan í Astana í kvöld. Eiður Smári kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum með laglegri afgreiðslu en þetta var fyrsta landsliðsmark hans frá árinu 2009.Sjá einnig:Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára „Það var eiginlega orðið alltof langt síðan að ég skoraði fyrir landsliðið og það var kominn tími til," sagði Eiður Smári en íslenska liðið nýtti sér þá mistök hjá markverði Kasaka. „Við vorum búnir að fara vel yfir það og vissum að við yrðum að vera tilbúnir. Þeir eiga það til að gera klaufaleg mistök og sem betur fer nýttum við það okkur vel," sagði Eiður Smári. „Ég bjóst kannski við því að við yrðum undir aðeins meiri pressu en ég held að þar eigi við skilið hrós. Við leyfðum þeim ekki að pressa á okkur. Annað markið gefur okkur líka mikið. Það róar okkur mikið og gefur okkur þægilega stöðu. Við vorum ákveðnir í því að fara 2-0 yfir inn í seinni hálfleikinn," sagði Eiður Smári. „Þetta leit kannski þægilega út en við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt. Það þarf að hafa fyrir öllu í fótbolta í dag. Það að þetta hafi litið þægilega út sýnir okkar styrkleika. Við gáfum þeim ekki færi á því að komast inn í leikinn," sagði Eiður Smári.Sjá einnig:Twitter logar eftir mark Eiðs „Ég byrjaði aðeins framar og við lögðum upp með það að reyna að pressa þá aðeins hærra upp á vellinum. Eftir því sem leikurinn þróaðist þá fann ég að það var mikið svæði fyrir mig að komast í til að hjálpa miðjumönnunum aðeins. Við Gylfi getum líka leyst hvorn annan af þegar hann er að stinga sér," sagði Eiður Smári. „Ég held að þeir hafi átt í vandræðum með það þegar við vorum að fá boltann milli þeirra miðju og varnar. Þeir vissu ekki hvort þeir ættu að pressa okkur í bakið eða gefa okkur svæðið. Það virkaði vel," sagði Eiður Smári. „Við sögðum það fyrir leikinn að þrjú stig út úr þessum leik myndi gefa okkur mikið. Við höfum komið okkur í þá stöðu að vera að berjast um efsta sætið og það er frábært," sagði Eiður Smári.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Eiður er enn frábær fótboltamaður Lars Lagerbäck var að vonum ánægður með 0-3 sigur Íslands á Kasakstan í Astana í dag. 28. mars 2015 17:55 Eiður Smári: Gott að fá seinna markið svona fljótt Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik frá því gegn Króatíu í nóvember 2013 og hélt upp á það með marki gegn Kasakstan í dag. 28. mars 2015 17:21 Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02 Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31 Kári Árnason bestur í Astana | Einkunnir íslenska liðsins Kári Árnason, Eiður Smári, Jóhann Berg og Birkir Bjarnason fá hæstu einkunn en Kolbeinn Sigþórsson var ekki líkur sjálfum sér. 28. mars 2015 17:13 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Lars: Eiður er enn frábær fótboltamaður Lars Lagerbäck var að vonum ánægður með 0-3 sigur Íslands á Kasakstan í Astana í dag. 28. mars 2015 17:55
Eiður Smári: Gott að fá seinna markið svona fljótt Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik frá því gegn Króatíu í nóvember 2013 og hélt upp á það með marki gegn Kasakstan í dag. 28. mars 2015 17:21
Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02
Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31
Kári Árnason bestur í Astana | Einkunnir íslenska liðsins Kári Árnason, Eiður Smári, Jóhann Berg og Birkir Bjarnason fá hæstu einkunn en Kolbeinn Sigþórsson var ekki líkur sjálfum sér. 28. mars 2015 17:13