Fótbolti

Mancini: Pellegrini var heppinn að fá svona sterkt lið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manuel Pellegrini heppinn?
Manuel Pellegrini heppinn? vísir/getty
Roberto Mancini, þjálfari Inter í ítölsku A-deildinni, segir að Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, eigi að vinna titil á hverju ári.

Mancini var knattspyrnustjóri City á undan Pellegrini en var rekinn sumarið 2013 þrátt fyrir að vinna ensku úrvalsdeildina árið áður.

Pellegrini vann tvo titla á síðustu leiktíð en er nú undir mikilli pressu þar sem liðið er sex stigum á eftir Chelsea í toppbaráttunni á Englandi og í vondum málum gegn Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Pellegrini var mjög heppinn því hann fékk upp í hendurnar mjög gott lið og gat bætt við það góðum leikmönnum,“ segir Mancini við CNN.

„Ég tel að City ætti að vinna titil á hverju ári. Það ætti og þarf að berjast um að vinna titil á hverri einustu leiktíð.“

„Að mínu mati er City besta liðið í ensku úrvalsdeildinni. Það er í öðru sæti, sex stigum á eftir Chelsea, en mér finnst það samt besta liðið.“

„Í úrvalsdeildinni getur allt gerst fram á lokadag og fram á síðustu mínútu. Manchester City á enn möguleika á að vinna titilinn,“ segir Roberto Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×