Innlent

Hárbeitt ádeilumyndband fiskverkafólks á Akranesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fiskverkakonan Jónína Björg Magnúsdóttir samdi textann við lagið og syngur það einnig.
Fiskverkakonan Jónína Björg Magnúsdóttir samdi textann við lagið og syngur það einnig.
Starfsfólk frystihúss HB Granda á Akranesi hefur gefið út myndband til að efla andann í kjarabaráttunni. Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskvinnslukona og félagsmaður í Verkalýðsfélagi Akraness, samdi texta við lag Baggalúts, „Mamma þarf að djamma“, og syngur líka en lagið kallar hún „Sveiattan“.

Textinn er vægast sagt hárbeittur en myndbandið var birt á síðu Verkalýðsfélags Akraness. Á síðunni segir þetta um lagið:

„Þetta er hörkugóð ádeila á þá bláköldu staðreynd að kjör fiskvinnslufólks eru eigendum sjávarútvegsfyrirtækja til ævarandi skammar í ljósi þeirra bláköldu staðreynda að hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja á undanförnum árum nemur 40-60 milljörðum ár hvert og arðgreiðslur streyma til eigenda eins og enginn sé morgundagurinn.

Að halda því fram að ekki sé hægt að lagfæra laun fiskvinnslufólks svo einhverju nemi er rakalaus þvæla eins og fram kemur í þessu myndbandi frá frystihúskonunum á Akranesi.“

Lagið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu

Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Öll þjóðin að verða kjarasamningslaus

Á sjöunda tug kjarasamninga renna út um mánaðamót. Fulltrúar um 120 þúsund launþega setjast þá að samningaborði við Samtök atvinnulífsins, ríki og sveitarfélög. Tugþúsundir bætast við í apríl. Um 186 þúsund manns eru á vinnumarkaði.

Boða til umfangsmikilla verkfallsaðgerða

Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð fyrir um ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað til umfangsmikilla verkfallsaðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×