Textinn er vægast sagt hárbeittur en myndbandið var birt á síðu Verkalýðsfélags Akraness. Á síðunni segir þetta um lagið:
„Þetta er hörkugóð ádeila á þá bláköldu staðreynd að kjör fiskvinnslufólks eru eigendum sjávarútvegsfyrirtækja til ævarandi skammar í ljósi þeirra bláköldu staðreynda að hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja á undanförnum árum nemur 40-60 milljörðum ár hvert og arðgreiðslur streyma til eigenda eins og enginn sé morgundagurinn.
Að halda því fram að ekki sé hægt að lagfæra laun fiskvinnslufólks svo einhverju nemi er rakalaus þvæla eins og fram kemur í þessu myndbandi frá frystihúskonunum á Akranesi.“
Lagið má sjá hér að neðan.