Öll þjóðin að verða kjarasamningslaus kolbeinn óttarsson proppé skrifar 19. febrúar 2015 07:45 Tónlistarkennarar eru á meðal þeirra stétta sem hafa fengið kjarabætur með verkfalli að undanförnu. Formaður ASÍ segir það skilaboð stjórnvalda að hnefarétturinn ráði. fréttablaðið/valli Um 120 þúsund launþegar á vinnumarkaði verða samningslausir um mánaðamótin. Búist er við hörðum átökum og Starfsgreinasambandið hefur þegar vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Fleiri félög verða samningslaus í apríl. Ef samningar ganga illa gæti sú staða því komið upp að yfir 160 þúsund af þeim 186 þúsund launþegum sem eru á vinnumarkaði væru samningslausir. Mikið mun mæða á forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtökum atvinnulífsins (SA) og þá er ríkið beinn samningsaðili að fjölda samninga. Þá er viðbúið að ríkisstjórnin þurfi að koma að einhverjum samningum með loforðum um einhverjar breytingar. Átökin munu því ná inn á Alþingi.Gylfi Arnbjörnsson„Ég vona nú að þetta gangi á endanum, en ég reikna með því að þetta verði erfiðar viðræður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í sambandinu eru rúmlega 100 þúsund félagar og innan þess eru um 50 félög. Starfsgreinasambandið er innan vébanda ASÍ. Gylfi segir að undanfarin ár hafi orðið breytingar á kjaraviðræðum og meiri áhersla hafi verið lögð á það að skoða leiðréttingar á einhverju sem gert var í fortíðinni af hálfu ríkis og sveitarfélaga sem atvinnulífið hafi ekki verið sammála. „Ég reikna með að það verði meiri ágreiningur við gerð þessara kjarasamninga í þetta sinn en oft áður. Það eru ansi ólík sjónarmið sem ríkja.“ Gylfi segir félaga ASÍ horfa til hópa eins og kennara og lækna þegar kemur til launahækkana. „Það verður mjög stíf krafa um krónutöluaðgerð, af hálfu að minnsta kosti lágtekjuhópa.“Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist vera hóflega bjartsýn á samningana. VR kynnti kröfugerð sína í síðustu viku og hefur þegar fundað með SA. „Þeir fögnuðu kröfum okkar ekkert sérstaklega en eru alveg til viðræðna. Okkar kröfur lúta eingöngu að svokallaðri launaleiðréttingu og það er það sem er krafa fólksins okkar.“ Ólafía segir að SA hafi tekið ágætlega í hugmyndir VR um samning til eins árs. Hvað verði komi í ljós, en ef ekkert gangi verði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. „Maður má aldrei vera svartsýnn fyrirfram. Á meðan menn eru að tala saman eru alltaf einhverjar líkur á samningum.“ Gylfi segir félaga ASÍ tilbúna til frekari aðgerða ef þörf krefur. „Það hafa verið skilaboð stjórnvalda að þeir sem fara í átök og verkföll fái annars konar viðmiðun. Hnefarétturinn virðist ráða núna.“ Og þið eruð tilbúin að beita honum? „Já, það verður að vera.“ Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Um 120 þúsund launþegar á vinnumarkaði verða samningslausir um mánaðamótin. Búist er við hörðum átökum og Starfsgreinasambandið hefur þegar vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Fleiri félög verða samningslaus í apríl. Ef samningar ganga illa gæti sú staða því komið upp að yfir 160 þúsund af þeim 186 þúsund launþegum sem eru á vinnumarkaði væru samningslausir. Mikið mun mæða á forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtökum atvinnulífsins (SA) og þá er ríkið beinn samningsaðili að fjölda samninga. Þá er viðbúið að ríkisstjórnin þurfi að koma að einhverjum samningum með loforðum um einhverjar breytingar. Átökin munu því ná inn á Alþingi.Gylfi Arnbjörnsson„Ég vona nú að þetta gangi á endanum, en ég reikna með því að þetta verði erfiðar viðræður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í sambandinu eru rúmlega 100 þúsund félagar og innan þess eru um 50 félög. Starfsgreinasambandið er innan vébanda ASÍ. Gylfi segir að undanfarin ár hafi orðið breytingar á kjaraviðræðum og meiri áhersla hafi verið lögð á það að skoða leiðréttingar á einhverju sem gert var í fortíðinni af hálfu ríkis og sveitarfélaga sem atvinnulífið hafi ekki verið sammála. „Ég reikna með að það verði meiri ágreiningur við gerð þessara kjarasamninga í þetta sinn en oft áður. Það eru ansi ólík sjónarmið sem ríkja.“ Gylfi segir félaga ASÍ horfa til hópa eins og kennara og lækna þegar kemur til launahækkana. „Það verður mjög stíf krafa um krónutöluaðgerð, af hálfu að minnsta kosti lágtekjuhópa.“Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist vera hóflega bjartsýn á samningana. VR kynnti kröfugerð sína í síðustu viku og hefur þegar fundað með SA. „Þeir fögnuðu kröfum okkar ekkert sérstaklega en eru alveg til viðræðna. Okkar kröfur lúta eingöngu að svokallaðri launaleiðréttingu og það er það sem er krafa fólksins okkar.“ Ólafía segir að SA hafi tekið ágætlega í hugmyndir VR um samning til eins árs. Hvað verði komi í ljós, en ef ekkert gangi verði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. „Maður má aldrei vera svartsýnn fyrirfram. Á meðan menn eru að tala saman eru alltaf einhverjar líkur á samningum.“ Gylfi segir félaga ASÍ tilbúna til frekari aðgerða ef þörf krefur. „Það hafa verið skilaboð stjórnvalda að þeir sem fara í átök og verkföll fái annars konar viðmiðun. Hnefarétturinn virðist ráða núna.“ Og þið eruð tilbúin að beita honum? „Já, það verður að vera.“
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira