Öll þjóðin að verða kjarasamningslaus kolbeinn óttarsson proppé skrifar 19. febrúar 2015 07:45 Tónlistarkennarar eru á meðal þeirra stétta sem hafa fengið kjarabætur með verkfalli að undanförnu. Formaður ASÍ segir það skilaboð stjórnvalda að hnefarétturinn ráði. fréttablaðið/valli Um 120 þúsund launþegar á vinnumarkaði verða samningslausir um mánaðamótin. Búist er við hörðum átökum og Starfsgreinasambandið hefur þegar vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Fleiri félög verða samningslaus í apríl. Ef samningar ganga illa gæti sú staða því komið upp að yfir 160 þúsund af þeim 186 þúsund launþegum sem eru á vinnumarkaði væru samningslausir. Mikið mun mæða á forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtökum atvinnulífsins (SA) og þá er ríkið beinn samningsaðili að fjölda samninga. Þá er viðbúið að ríkisstjórnin þurfi að koma að einhverjum samningum með loforðum um einhverjar breytingar. Átökin munu því ná inn á Alþingi.Gylfi Arnbjörnsson„Ég vona nú að þetta gangi á endanum, en ég reikna með því að þetta verði erfiðar viðræður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í sambandinu eru rúmlega 100 þúsund félagar og innan þess eru um 50 félög. Starfsgreinasambandið er innan vébanda ASÍ. Gylfi segir að undanfarin ár hafi orðið breytingar á kjaraviðræðum og meiri áhersla hafi verið lögð á það að skoða leiðréttingar á einhverju sem gert var í fortíðinni af hálfu ríkis og sveitarfélaga sem atvinnulífið hafi ekki verið sammála. „Ég reikna með að það verði meiri ágreiningur við gerð þessara kjarasamninga í þetta sinn en oft áður. Það eru ansi ólík sjónarmið sem ríkja.“ Gylfi segir félaga ASÍ horfa til hópa eins og kennara og lækna þegar kemur til launahækkana. „Það verður mjög stíf krafa um krónutöluaðgerð, af hálfu að minnsta kosti lágtekjuhópa.“Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist vera hóflega bjartsýn á samningana. VR kynnti kröfugerð sína í síðustu viku og hefur þegar fundað með SA. „Þeir fögnuðu kröfum okkar ekkert sérstaklega en eru alveg til viðræðna. Okkar kröfur lúta eingöngu að svokallaðri launaleiðréttingu og það er það sem er krafa fólksins okkar.“ Ólafía segir að SA hafi tekið ágætlega í hugmyndir VR um samning til eins árs. Hvað verði komi í ljós, en ef ekkert gangi verði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. „Maður má aldrei vera svartsýnn fyrirfram. Á meðan menn eru að tala saman eru alltaf einhverjar líkur á samningum.“ Gylfi segir félaga ASÍ tilbúna til frekari aðgerða ef þörf krefur. „Það hafa verið skilaboð stjórnvalda að þeir sem fara í átök og verkföll fái annars konar viðmiðun. Hnefarétturinn virðist ráða núna.“ Og þið eruð tilbúin að beita honum? „Já, það verður að vera.“ Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Um 120 þúsund launþegar á vinnumarkaði verða samningslausir um mánaðamótin. Búist er við hörðum átökum og Starfsgreinasambandið hefur þegar vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Fleiri félög verða samningslaus í apríl. Ef samningar ganga illa gæti sú staða því komið upp að yfir 160 þúsund af þeim 186 þúsund launþegum sem eru á vinnumarkaði væru samningslausir. Mikið mun mæða á forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtökum atvinnulífsins (SA) og þá er ríkið beinn samningsaðili að fjölda samninga. Þá er viðbúið að ríkisstjórnin þurfi að koma að einhverjum samningum með loforðum um einhverjar breytingar. Átökin munu því ná inn á Alþingi.Gylfi Arnbjörnsson„Ég vona nú að þetta gangi á endanum, en ég reikna með því að þetta verði erfiðar viðræður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í sambandinu eru rúmlega 100 þúsund félagar og innan þess eru um 50 félög. Starfsgreinasambandið er innan vébanda ASÍ. Gylfi segir að undanfarin ár hafi orðið breytingar á kjaraviðræðum og meiri áhersla hafi verið lögð á það að skoða leiðréttingar á einhverju sem gert var í fortíðinni af hálfu ríkis og sveitarfélaga sem atvinnulífið hafi ekki verið sammála. „Ég reikna með að það verði meiri ágreiningur við gerð þessara kjarasamninga í þetta sinn en oft áður. Það eru ansi ólík sjónarmið sem ríkja.“ Gylfi segir félaga ASÍ horfa til hópa eins og kennara og lækna þegar kemur til launahækkana. „Það verður mjög stíf krafa um krónutöluaðgerð, af hálfu að minnsta kosti lágtekjuhópa.“Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist vera hóflega bjartsýn á samningana. VR kynnti kröfugerð sína í síðustu viku og hefur þegar fundað með SA. „Þeir fögnuðu kröfum okkar ekkert sérstaklega en eru alveg til viðræðna. Okkar kröfur lúta eingöngu að svokallaðri launaleiðréttingu og það er það sem er krafa fólksins okkar.“ Ólafía segir að SA hafi tekið ágætlega í hugmyndir VR um samning til eins árs. Hvað verði komi í ljós, en ef ekkert gangi verði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. „Maður má aldrei vera svartsýnn fyrirfram. Á meðan menn eru að tala saman eru alltaf einhverjar líkur á samningum.“ Gylfi segir félaga ASÍ tilbúna til frekari aðgerða ef þörf krefur. „Það hafa verið skilaboð stjórnvalda að þeir sem fara í átök og verkföll fái annars konar viðmiðun. Hnefarétturinn virðist ráða núna.“ Og þið eruð tilbúin að beita honum? „Já, það verður að vera.“
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira