"Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ ingvar haraldsson skrifar 11. mars 2015 11:06 „Við erum að tala um sanngjarna kröfu fyrir þá sem lægst hafa launin,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í útvarpsþættinum í bítið í morgun. Upp úr slitnaði í samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær. Starfsgreinasambandið hefur farið fram á að lægstu laun hækki um 50 prósent á næstu þremur árum.Upp úr slitnaði í viðræðum Strafsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær.Björn segir að félagsmenn í Starfsgreinasambandinu muni greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir fyrir páska og þær gætu hafist strax eftir páska, sem verða fyrstu helgina í apríl. Björn segir að Starfgreinasambandið hafi farið fram á að laun lægst laun félagsmanna hækki úr 201 þúsund krónum á mánuði og í a.m.k. 250 þúsund krónur á næstu 18 mánuðum og svo í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum.Segir lækkanir hafa átt að ganga upp allan launstigann Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir, í samtali við bítið, fjarri því að Starfsgreinasambandið hafi aðeins farið fram á hækkun lægstu launa heldur hafi hækkanir átt að fara upp allan launastigann. Slíkt myndi hækka meðallaun í landinu um tugi prósenta og hafa mikil áhrif á á verðlag. Samtök atvinnulífsins telja ekki svigrúm fyrir nema 3-4 prósenta launahækkanir á ári. „Við fórum mjög vandlega yfir það með samninganefnd SGS hvaða áhrif það myndi hafa á verðlagsþróun ef slíkar launahækkanir gengu yfir hagkerfið,“ segir Þorsteinn.Þjóðfélagið ekki sagt fara á hliðina þegar aðrir hækka í launum Björn deilir ekki áhyggjum Þorsteins af aukinni verðbólgu. „Ég hef aldrei heyrt að þegar aðrir hópar hafa verið að hækka um kannski tvöfalda upphæð sem við erum að tala um að þjóðfélagið er að fara á hausinn eða allt sé að fara til fjandans svo ég vísa þessu aftur til föðurhúsanna,“ segir Björn.Björn segir lækna hafa fengið miklar launhækkanir án þess að talað væri um að þjóðfélagið færi á hliðina.vísir/ernir„Ég veit ekki betur en að ýmsir aðilar, læknar og fleiri, hafi fengið 200-300 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum sínum fyrir stuttu og það fór í gegn þegjandi og hljóðalaust í þjóðfélaginu svo ég held að þjóðfélagið hljóti að vera sátt við að lægstu laun hækki um 100 þúsund krónur á þriggja ára tímabili,“ bætir Björn við. Markmið að fólk lifi af launum sínum Björn býst ekki að verði fundað á næstu dögum og flest stefni í verkföll. Þá segist Björn finna fyrir miklum stuðningi við kröfur Starfsgreinasambandsins. „Ég held að við höfum mikinn meðbyr að hækka þessi laun. Það er ljóst að lægstu launin sem duga fólki ekki til að framfleyta sér. Það hlýtur að vera markmið í þessu þjóðfélagi sem við teljum að búi yfir miklum kostum hafi möguleika að lifa af þessu.“ Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Við erum að tala um sanngjarna kröfu fyrir þá sem lægst hafa launin,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í útvarpsþættinum í bítið í morgun. Upp úr slitnaði í samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær. Starfsgreinasambandið hefur farið fram á að lægstu laun hækki um 50 prósent á næstu þremur árum.Upp úr slitnaði í viðræðum Strafsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær.Björn segir að félagsmenn í Starfsgreinasambandinu muni greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir fyrir páska og þær gætu hafist strax eftir páska, sem verða fyrstu helgina í apríl. Björn segir að Starfgreinasambandið hafi farið fram á að laun lægst laun félagsmanna hækki úr 201 þúsund krónum á mánuði og í a.m.k. 250 þúsund krónur á næstu 18 mánuðum og svo í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum.Segir lækkanir hafa átt að ganga upp allan launstigann Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir, í samtali við bítið, fjarri því að Starfsgreinasambandið hafi aðeins farið fram á hækkun lægstu launa heldur hafi hækkanir átt að fara upp allan launastigann. Slíkt myndi hækka meðallaun í landinu um tugi prósenta og hafa mikil áhrif á á verðlag. Samtök atvinnulífsins telja ekki svigrúm fyrir nema 3-4 prósenta launahækkanir á ári. „Við fórum mjög vandlega yfir það með samninganefnd SGS hvaða áhrif það myndi hafa á verðlagsþróun ef slíkar launahækkanir gengu yfir hagkerfið,“ segir Þorsteinn.Þjóðfélagið ekki sagt fara á hliðina þegar aðrir hækka í launum Björn deilir ekki áhyggjum Þorsteins af aukinni verðbólgu. „Ég hef aldrei heyrt að þegar aðrir hópar hafa verið að hækka um kannski tvöfalda upphæð sem við erum að tala um að þjóðfélagið er að fara á hausinn eða allt sé að fara til fjandans svo ég vísa þessu aftur til föðurhúsanna,“ segir Björn.Björn segir lækna hafa fengið miklar launhækkanir án þess að talað væri um að þjóðfélagið færi á hliðina.vísir/ernir„Ég veit ekki betur en að ýmsir aðilar, læknar og fleiri, hafi fengið 200-300 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum sínum fyrir stuttu og það fór í gegn þegjandi og hljóðalaust í þjóðfélaginu svo ég held að þjóðfélagið hljóti að vera sátt við að lægstu laun hækki um 100 þúsund krónur á þriggja ára tímabili,“ bætir Björn við. Markmið að fólk lifi af launum sínum Björn býst ekki að verði fundað á næstu dögum og flest stefni í verkföll. Þá segist Björn finna fyrir miklum stuðningi við kröfur Starfsgreinasambandsins. „Ég held að við höfum mikinn meðbyr að hækka þessi laun. Það er ljóst að lægstu launin sem duga fólki ekki til að framfleyta sér. Það hlýtur að vera markmið í þessu þjóðfélagi sem við teljum að búi yfir miklum kostum hafi möguleika að lifa af þessu.“
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira