Fótbolti

Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Barcelona fagna sigri í kvöld.
Leikmenn Barcelona fagna sigri í kvöld. Vísir/Getty
Ekkert enskt lið verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn.

16-liða úrslitunum lauk í kvöld og voru Englandsmeistarar Manchester City síðastir þeirra ensku til að detta úr leik er þeir töpuðu fyrir stórliði Barcelona á Nývangi. Liverpool komst ekki áfram úr riðlakeppninni og Chelsea og Arsenal féllu einnig úr leik í 16-liða úrslitunum.

Allir geta mætt öllum í 8-liða úrslitum keppninnar, bæði lið frá sama landi og lið sem léku í sama riðli í riðlakeppninni. Þrjú spænsk lið komust áfram úr 16-liða úrslitunum, tvö frönsk, eitt þýskt, eitt ítalskt og eitt portúgalskt. Þau eru:

Real Madrid, Barcelona, Atletico Madrid, Bayern München, Juventus, Porto, PSG og Monaco.

Leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram 14./15. apríl og 21./22. apríl.


Tengdar fréttir

Fjögur frábær mörk og öruggur sigur Porto-liðsins | Myndband

Porto tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld með sannfærandi 4-0 heimasigri á svissneska liðinu Basel. Porto vann samanlagt 5-1 og er komið í átta liða úrslitin í fyrsta sinn síðan 2009.

Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið

Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×