Innlent

Góðar líkur á að sólmyrkvinn sjáist vel

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
mynd/stjörnufræðivefurinn
Þrátt fyrir skýjahulu víðast hvar á landinu á morgun eru ágætis líkur á að landsmenn sjái sólmyrkvann á himni í fyrramálið. Horfur eru bestar á sunnanverðu landinu en verstar á Austur- og Norðausturlandi að sögn Haralds Eiríkssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Samkvæmt spám eru nær eingöngu þunn háský og sést sólin vel í gegnum þau. Á Austurlandi og norðausturlandi verður líklega alskýjað,“ segir Haraldur í samtali við Vísi.

Sólmyrkvinn sem um ræðir verður sá mesti á Íslandi í 61 ár. Hann mun standa yfir í um tvær klukkustundir en í Reykjavík hefst hann klukkan 8.38 í fyrramálið. Sólmyrkvinn mun ná hámarki klukkan 9.37 og ljúka klukkan 10.39. Einni til tveimur mínútum getur munað annars staðar á Íslandi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5 prósent sólar en 99,4 prósent á Austurlandi. Frekari upplýsingar um sólmyrkvann má sjá hér á Stjörnufræðivefnum.


Tengdar fréttir

Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954

Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur.

Pöntuðu þyrluflugið fyrir rúmlega fimm mánuðum

Vinkonurnar Jemma Trinace og Lisa Wilson koma hingað til lands til þess að upplifa sólmyrkann og munu ferðast með þyrlu til þess að fá sem best útsýni. Þyrluflugið pöntuðu þær með mjög góðum fyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×