Pöntuðu þyrluflugið fyrir rúmlega fimm mánuðum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2015 09:30 Lisa og Jemma eru ótrúlega spenntar fyrir ferðinni til Íslands og tilbúnar í sólmyrkvann og að sjálfsögðu búnar að verða sér úti um viðeigandi hlífðarbúnað. Mynd/Jemma Vinkonurnar Jemma Triance og Lisa Wilson ferðast til landsins til þess að berja sólmyrkvann augum þann tuttugasta mars næstkomandi. Þær koma frá Surrey á Englandi og þetta er í annað skipti sem þær ferðast til Íslands. Sólmyrkvann munu þær upplifa úr þyrlu en þær fara í þyrluferð með Norðurflugi og fljúga yfir Eyjafjallajökul þar sem stoppað verður og útsýnisins notið. „Það hefur verið lífsdraumur að sjá sólmyrkva. Ég hef séð fallegan tunglmyrkva í Chennai á Indlandi og við höfum verið svo heppnar að sjá tilkomumikil norðurljós bæði í Noregi og á Íslandi,“ segir Jemma en þær vinkonurnar komu til Íslands í janúar árið 2013 og sáu þá norðurljósin sem marga ferðamenn dreymir um að sjá og fóru auk þess að kafa sem þær segja hafa verið stórkostlega upplifun. Þær munu þó hafa fleira fyrir stafni og margt á dagskránni. „Við förum líka í norðurljósaferð og ferð um Þingvelli, Gullfoss, Langjökul og Geysi sem inniheldur vélsleðaferð, við ætlum líka að heimsækja Bláa lónið áður en við fljúgum heim. En við skipulögðum ferðina þessa ákveðnu daga með von um að sjá sólmyrkvann líka,“ segir hún, en þyrluflugið pöntuðu þær í október og því óhætt að segja að hér sé um skipulagða ferðamenn að ræða. „Ég vann sem leiðsögumaður ævintýraferða fyrir smáa hópa og þekki því kosti þess að vera skipulögð og plana fram í tímann,“ segir Jemma þegar hún er spurð að því hvort hún skipuleggi öll sín ferðalög með slíkum fyrirvara. Vinkonurnar langaði til þess að komast út fyrir borgarmörkin til þess að upplifa sólmyrkvann og íslenskt landslag. „Lisa hefur aldrei stigið fæti í þyrlu og er mjög lofthrædd. En eftir að hún fór í New York New York-hótel rússíbanann í Las Vegas finnst henni allir vegir færir,“ segir Jemma um samferðakonu sína. „Við erum ekki bara spenntar, heldur alveg ótrúlega spenntar,“ segir hún að lokum en þær stöllurnar koma til landsins á fimmtudag og munu dvelja yfir helgina. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Vinkonurnar Jemma Triance og Lisa Wilson ferðast til landsins til þess að berja sólmyrkvann augum þann tuttugasta mars næstkomandi. Þær koma frá Surrey á Englandi og þetta er í annað skipti sem þær ferðast til Íslands. Sólmyrkvann munu þær upplifa úr þyrlu en þær fara í þyrluferð með Norðurflugi og fljúga yfir Eyjafjallajökul þar sem stoppað verður og útsýnisins notið. „Það hefur verið lífsdraumur að sjá sólmyrkva. Ég hef séð fallegan tunglmyrkva í Chennai á Indlandi og við höfum verið svo heppnar að sjá tilkomumikil norðurljós bæði í Noregi og á Íslandi,“ segir Jemma en þær vinkonurnar komu til Íslands í janúar árið 2013 og sáu þá norðurljósin sem marga ferðamenn dreymir um að sjá og fóru auk þess að kafa sem þær segja hafa verið stórkostlega upplifun. Þær munu þó hafa fleira fyrir stafni og margt á dagskránni. „Við förum líka í norðurljósaferð og ferð um Þingvelli, Gullfoss, Langjökul og Geysi sem inniheldur vélsleðaferð, við ætlum líka að heimsækja Bláa lónið áður en við fljúgum heim. En við skipulögðum ferðina þessa ákveðnu daga með von um að sjá sólmyrkvann líka,“ segir hún, en þyrluflugið pöntuðu þær í október og því óhætt að segja að hér sé um skipulagða ferðamenn að ræða. „Ég vann sem leiðsögumaður ævintýraferða fyrir smáa hópa og þekki því kosti þess að vera skipulögð og plana fram í tímann,“ segir Jemma þegar hún er spurð að því hvort hún skipuleggi öll sín ferðalög með slíkum fyrirvara. Vinkonurnar langaði til þess að komast út fyrir borgarmörkin til þess að upplifa sólmyrkvann og íslenskt landslag. „Lisa hefur aldrei stigið fæti í þyrlu og er mjög lofthrædd. En eftir að hún fór í New York New York-hótel rússíbanann í Las Vegas finnst henni allir vegir færir,“ segir Jemma um samferðakonu sína. „Við erum ekki bara spenntar, heldur alveg ótrúlega spenntar,“ segir hún að lokum en þær stöllurnar koma til landsins á fimmtudag og munu dvelja yfir helgina.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira