Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. mars 2015 19:02 Hvorki borgarstjóri Reykjavíkur né trúarleiðtogi múslima á Íslandi vissu af gjöf Sádi Arabíu. „Við höfðum enga hugmynd um þetta,“ sagði Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima, þegar Vísir náði af honum tali í tengslum við frétt á vef Forseta Íslands þess efnis að Sádi Arabía hyggist leggja til 135 milljónir íslenskra króna til byggingar mosku á Íslandi. „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum.“ Salmann segir Félag íslenskra múslima aldrei hafa haft samband við Saudi Arabíu til þess að biðja um stuðning til byggingar moskunnar. Hann segir að félaginu hafi ekki verið boðin nein gjöf af hálfu ríkisstjórnar Sádi Arabíu. „Enda myndum við ekki þiggja hana.“ Bygging moskunnar er á áætlun og samkeppni um teikningu að henni stendur yfir. Moskan kemur til með að kosta um 300 milljónir íslenskra króna en hvernig fjármögnun verður háttað er enn óljóst. „Við höfum ekki sótt um aðstoð frá einum eða neinum - ennþá að minnsta kosti.“ Tamimi segir alveg á hreinu að félagið komi ekki til með að fallast á nein skilyrði tengd fjárframlögum til byggingarinnar. „Það mega ekki vera nein skilyrði, það er alveg á hreinu.“ Í ljósi afdráttarlausra ummæla Salmanns Tamimi hljóta að vakna spurningar um hver tekur við fjárframlögum Sádi Arabíu eða hvort einhver komi til með að gera það yfirhöfuð. Á Íslandi starfar, auk Félags íslenskra múslima, Menningarmiðstöð múslima en ekki hefur náðst í forsvarsmenn félagsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Borgarstjóri óskar eftir meiri upplýsingum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hafði ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu heldur. „Mér finnst þessar fréttir vekja ákveðnar spurningar og mér finnst þurfa að leita skýringa.“ Hann segir margt óljóst, ekki liggi fyrir hvort fjárframlögin hafi verið þegin né hvort þeim fylgi einhver skilyrði. Borgarstjórinn hefur óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að aflað verði upplýsinga um þessar fréttir. Hann segist áskilja sér rétt til þess að hafa skoðun á því ef verið er að þiggja fjárframlög sem koma með einhvers konar skilyrðum. „Mér finnst fyllsta ástæða til að upplýsa þetta mál.“ Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
„Við höfðum enga hugmynd um þetta,“ sagði Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima, þegar Vísir náði af honum tali í tengslum við frétt á vef Forseta Íslands þess efnis að Sádi Arabía hyggist leggja til 135 milljónir íslenskra króna til byggingar mosku á Íslandi. „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum.“ Salmann segir Félag íslenskra múslima aldrei hafa haft samband við Saudi Arabíu til þess að biðja um stuðning til byggingar moskunnar. Hann segir að félaginu hafi ekki verið boðin nein gjöf af hálfu ríkisstjórnar Sádi Arabíu. „Enda myndum við ekki þiggja hana.“ Bygging moskunnar er á áætlun og samkeppni um teikningu að henni stendur yfir. Moskan kemur til með að kosta um 300 milljónir íslenskra króna en hvernig fjármögnun verður háttað er enn óljóst. „Við höfum ekki sótt um aðstoð frá einum eða neinum - ennþá að minnsta kosti.“ Tamimi segir alveg á hreinu að félagið komi ekki til með að fallast á nein skilyrði tengd fjárframlögum til byggingarinnar. „Það mega ekki vera nein skilyrði, það er alveg á hreinu.“ Í ljósi afdráttarlausra ummæla Salmanns Tamimi hljóta að vakna spurningar um hver tekur við fjárframlögum Sádi Arabíu eða hvort einhver komi til með að gera það yfirhöfuð. Á Íslandi starfar, auk Félags íslenskra múslima, Menningarmiðstöð múslima en ekki hefur náðst í forsvarsmenn félagsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Borgarstjóri óskar eftir meiri upplýsingum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hafði ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu heldur. „Mér finnst þessar fréttir vekja ákveðnar spurningar og mér finnst þurfa að leita skýringa.“ Hann segir margt óljóst, ekki liggi fyrir hvort fjárframlögin hafi verið þegin né hvort þeim fylgi einhver skilyrði. Borgarstjórinn hefur óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að aflað verði upplýsinga um þessar fréttir. Hann segist áskilja sér rétt til þess að hafa skoðun á því ef verið er að þiggja fjárframlög sem koma með einhvers konar skilyrðum. „Mér finnst fyllsta ástæða til að upplýsa þetta mál.“
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent