Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. mars 2015 19:02 Hvorki borgarstjóri Reykjavíkur né trúarleiðtogi múslima á Íslandi vissu af gjöf Sádi Arabíu. „Við höfðum enga hugmynd um þetta,“ sagði Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima, þegar Vísir náði af honum tali í tengslum við frétt á vef Forseta Íslands þess efnis að Sádi Arabía hyggist leggja til 135 milljónir íslenskra króna til byggingar mosku á Íslandi. „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum.“ Salmann segir Félag íslenskra múslima aldrei hafa haft samband við Saudi Arabíu til þess að biðja um stuðning til byggingar moskunnar. Hann segir að félaginu hafi ekki verið boðin nein gjöf af hálfu ríkisstjórnar Sádi Arabíu. „Enda myndum við ekki þiggja hana.“ Bygging moskunnar er á áætlun og samkeppni um teikningu að henni stendur yfir. Moskan kemur til með að kosta um 300 milljónir íslenskra króna en hvernig fjármögnun verður háttað er enn óljóst. „Við höfum ekki sótt um aðstoð frá einum eða neinum - ennþá að minnsta kosti.“ Tamimi segir alveg á hreinu að félagið komi ekki til með að fallast á nein skilyrði tengd fjárframlögum til byggingarinnar. „Það mega ekki vera nein skilyrði, það er alveg á hreinu.“ Í ljósi afdráttarlausra ummæla Salmanns Tamimi hljóta að vakna spurningar um hver tekur við fjárframlögum Sádi Arabíu eða hvort einhver komi til með að gera það yfirhöfuð. Á Íslandi starfar, auk Félags íslenskra múslima, Menningarmiðstöð múslima en ekki hefur náðst í forsvarsmenn félagsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Borgarstjóri óskar eftir meiri upplýsingum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hafði ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu heldur. „Mér finnst þessar fréttir vekja ákveðnar spurningar og mér finnst þurfa að leita skýringa.“ Hann segir margt óljóst, ekki liggi fyrir hvort fjárframlögin hafi verið þegin né hvort þeim fylgi einhver skilyrði. Borgarstjórinn hefur óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að aflað verði upplýsinga um þessar fréttir. Hann segist áskilja sér rétt til þess að hafa skoðun á því ef verið er að þiggja fjárframlög sem koma með einhvers konar skilyrðum. „Mér finnst fyllsta ástæða til að upplýsa þetta mál.“ Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
„Við höfðum enga hugmynd um þetta,“ sagði Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima, þegar Vísir náði af honum tali í tengslum við frétt á vef Forseta Íslands þess efnis að Sádi Arabía hyggist leggja til 135 milljónir íslenskra króna til byggingar mosku á Íslandi. „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum.“ Salmann segir Félag íslenskra múslima aldrei hafa haft samband við Saudi Arabíu til þess að biðja um stuðning til byggingar moskunnar. Hann segir að félaginu hafi ekki verið boðin nein gjöf af hálfu ríkisstjórnar Sádi Arabíu. „Enda myndum við ekki þiggja hana.“ Bygging moskunnar er á áætlun og samkeppni um teikningu að henni stendur yfir. Moskan kemur til með að kosta um 300 milljónir íslenskra króna en hvernig fjármögnun verður háttað er enn óljóst. „Við höfum ekki sótt um aðstoð frá einum eða neinum - ennþá að minnsta kosti.“ Tamimi segir alveg á hreinu að félagið komi ekki til með að fallast á nein skilyrði tengd fjárframlögum til byggingarinnar. „Það mega ekki vera nein skilyrði, það er alveg á hreinu.“ Í ljósi afdráttarlausra ummæla Salmanns Tamimi hljóta að vakna spurningar um hver tekur við fjárframlögum Sádi Arabíu eða hvort einhver komi til með að gera það yfirhöfuð. Á Íslandi starfar, auk Félags íslenskra múslima, Menningarmiðstöð múslima en ekki hefur náðst í forsvarsmenn félagsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Borgarstjóri óskar eftir meiri upplýsingum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hafði ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu heldur. „Mér finnst þessar fréttir vekja ákveðnar spurningar og mér finnst þurfa að leita skýringa.“ Hann segir margt óljóst, ekki liggi fyrir hvort fjárframlögin hafi verið þegin né hvort þeim fylgi einhver skilyrði. Borgarstjórinn hefur óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að aflað verði upplýsinga um þessar fréttir. Hann segist áskilja sér rétt til þess að hafa skoðun á því ef verið er að þiggja fjárframlög sem koma með einhvers konar skilyrðum. „Mér finnst fyllsta ástæða til að upplýsa þetta mál.“
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira