Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. mars 2015 19:02 Hvorki borgarstjóri Reykjavíkur né trúarleiðtogi múslima á Íslandi vissu af gjöf Sádi Arabíu. „Við höfðum enga hugmynd um þetta,“ sagði Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima, þegar Vísir náði af honum tali í tengslum við frétt á vef Forseta Íslands þess efnis að Sádi Arabía hyggist leggja til 135 milljónir íslenskra króna til byggingar mosku á Íslandi. „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum.“ Salmann segir Félag íslenskra múslima aldrei hafa haft samband við Saudi Arabíu til þess að biðja um stuðning til byggingar moskunnar. Hann segir að félaginu hafi ekki verið boðin nein gjöf af hálfu ríkisstjórnar Sádi Arabíu. „Enda myndum við ekki þiggja hana.“ Bygging moskunnar er á áætlun og samkeppni um teikningu að henni stendur yfir. Moskan kemur til með að kosta um 300 milljónir íslenskra króna en hvernig fjármögnun verður háttað er enn óljóst. „Við höfum ekki sótt um aðstoð frá einum eða neinum - ennþá að minnsta kosti.“ Tamimi segir alveg á hreinu að félagið komi ekki til með að fallast á nein skilyrði tengd fjárframlögum til byggingarinnar. „Það mega ekki vera nein skilyrði, það er alveg á hreinu.“ Í ljósi afdráttarlausra ummæla Salmanns Tamimi hljóta að vakna spurningar um hver tekur við fjárframlögum Sádi Arabíu eða hvort einhver komi til með að gera það yfirhöfuð. Á Íslandi starfar, auk Félags íslenskra múslima, Menningarmiðstöð múslima en ekki hefur náðst í forsvarsmenn félagsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Borgarstjóri óskar eftir meiri upplýsingum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hafði ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu heldur. „Mér finnst þessar fréttir vekja ákveðnar spurningar og mér finnst þurfa að leita skýringa.“ Hann segir margt óljóst, ekki liggi fyrir hvort fjárframlögin hafi verið þegin né hvort þeim fylgi einhver skilyrði. Borgarstjórinn hefur óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að aflað verði upplýsinga um þessar fréttir. Hann segist áskilja sér rétt til þess að hafa skoðun á því ef verið er að þiggja fjárframlög sem koma með einhvers konar skilyrðum. „Mér finnst fyllsta ástæða til að upplýsa þetta mál.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
„Við höfðum enga hugmynd um þetta,“ sagði Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima, þegar Vísir náði af honum tali í tengslum við frétt á vef Forseta Íslands þess efnis að Sádi Arabía hyggist leggja til 135 milljónir íslenskra króna til byggingar mosku á Íslandi. „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum.“ Salmann segir Félag íslenskra múslima aldrei hafa haft samband við Saudi Arabíu til þess að biðja um stuðning til byggingar moskunnar. Hann segir að félaginu hafi ekki verið boðin nein gjöf af hálfu ríkisstjórnar Sádi Arabíu. „Enda myndum við ekki þiggja hana.“ Bygging moskunnar er á áætlun og samkeppni um teikningu að henni stendur yfir. Moskan kemur til með að kosta um 300 milljónir íslenskra króna en hvernig fjármögnun verður háttað er enn óljóst. „Við höfum ekki sótt um aðstoð frá einum eða neinum - ennþá að minnsta kosti.“ Tamimi segir alveg á hreinu að félagið komi ekki til með að fallast á nein skilyrði tengd fjárframlögum til byggingarinnar. „Það mega ekki vera nein skilyrði, það er alveg á hreinu.“ Í ljósi afdráttarlausra ummæla Salmanns Tamimi hljóta að vakna spurningar um hver tekur við fjárframlögum Sádi Arabíu eða hvort einhver komi til með að gera það yfirhöfuð. Á Íslandi starfar, auk Félags íslenskra múslima, Menningarmiðstöð múslima en ekki hefur náðst í forsvarsmenn félagsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Borgarstjóri óskar eftir meiri upplýsingum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hafði ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu heldur. „Mér finnst þessar fréttir vekja ákveðnar spurningar og mér finnst þurfa að leita skýringa.“ Hann segir margt óljóst, ekki liggi fyrir hvort fjárframlögin hafi verið þegin né hvort þeim fylgi einhver skilyrði. Borgarstjórinn hefur óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að aflað verði upplýsinga um þessar fréttir. Hann segist áskilja sér rétt til þess að hafa skoðun á því ef verið er að þiggja fjárframlög sem koma með einhvers konar skilyrðum. „Mér finnst fyllsta ástæða til að upplýsa þetta mál.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira