Innlent

Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mennirnir voru staddir um 35 km inn á Vatnajökli.
Mennirnir voru staddir um 35 km inn á Vatnajökli. vísir
Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Voru þeir þá staddir um 35 km inn á Vatnajökli, beint ofan Skálafellsjökuls. Veðrið á jökli er afar slæmt og m.a. er tjald mannanna fokið frá þeim.

Björgunarsveitir af öllu Austurlandi, þ.e. frá Höfn að Vopnafirði, hafa verið kallaðar út og eru nú á leið á jökul. Farið er á tveimur bílum, sökum veðurs er ekki hægt að senda vélsleða á svæðið.

Þessir sömu menn neituðu að fylgja  björgunarmönnum til byggða fyrr í vikunni, þegar þeir sóttu félaga þeirra fár veikan á jökulinn, þótt björgunarmenn hefðu sýnt þeim fram á illviðri í kortunum framundan. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.