Innlent

Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mennirnir voru staddir um 35 km inn á Vatnajökli.
Mennirnir voru staddir um 35 km inn á Vatnajökli. vísir

Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Voru þeir þá staddir um 35 km inn á Vatnajökli, beint ofan Skálafellsjökuls. Veðrið á jökli er afar slæmt og m.a. er tjald mannanna fokið frá þeim.

Björgunarsveitir af öllu Austurlandi, þ.e. frá Höfn að Vopnafirði, hafa verið kallaðar út og eru nú á leið á jökul. Farið er á tveimur bílum, sökum veðurs er ekki hægt að senda vélsleða á svæðið.

Þessir sömu menn neituðu að fylgja  björgunarmönnum til byggða fyrr í vikunni, þegar þeir sóttu félaga þeirra fár veikan á jökulinn, þótt björgunarmenn hefðu sýnt þeim fram á illviðri í kortunum framundan. 
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.