Ekki þarf leyfi stjórnvalda vegna milljóna frá Sádi Arabíu Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2015 14:32 Í desember veitti Hussein Al-Daoudi viðtöku 170 milljónum króna frá Sádi Arabíu. Fjölmörgum spurningum er ósvarað. Félag múslima og Stofnun múslima á Íslandi, sem staðsett eru í Ýmishúsinu í Skógarhlíð 20, lögðu í fyrra inn fyrirspurnir til utanríkisráðuneytisins, sem snéru að hugsanlegum fjárframlögum frá Sádi Arabíu. „Í fyrra bárust okkur þrjár fyrirspurnir vegna fyrirhugaðs fjárframlags Saudi-Araba til byggingar mosku. Ein frá Félagi múslima á Íslandi, ein frá Stofnun múslima á Íslandi og ein frá sendiráði Saudi-Arabíu gagnvart Íslandi,“ segir Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hún segir jafnframt að í svörum ráðuneytisins í öllum þessum þremur tilvikum var áréttað að flutningur fjármuna af þessu tagi væri ekki háður leyfi stjórnvalda. „Á hinn bóginn þurfi slíkir fjármagnsflutningar að fara fram í samræmi við íslensk lög og reglur og sæti eftirliti Seðlabanka og fjármálastofnana meðal annars með tilliti til gjaldeyrishafta, peningaþvættis og framfylgd alþjóðlegra þvingunaraðgerða.”170 milljónir til menningarfélagsinsÁ sendiráðsvef Sádi Arabíu er greint frá því í desember í fyrra hafi sendiherra Sádi Arabíu fyrir Svíþjóð og Ísland, Saad bin Ibrahim Al-Ibrahim, afhent fyrir hönd Sádi Arabíu, fjárframlag til Íslandsdeildar Félags múslíma í Skandinavíu. Upphæðin er í íslensku samhengi rausnarleg, eða sem nemur 170 milljónum. Þeim fjármunum veitti viðtöku Hussein Al-Daoudi. Hann er svo einn þeirra sem kom að fjármögnun kaupa á Ýmishúsinu ásamt Maryam Moe og Sulaiman Abdullah Alshiddi á sínum tíma. Trúarleiðtogi þess hóps sem hefur höfuðstöðvar sínar í Ýmishúsinu, Ahmad Seddeq, kannaðist ekki við milljónir frá Sádi Arabíu, eða þær 136 milljónir sem Ólafur Ragnar Grímsson greindi frá að nýr sendiherra Sádi Arabíu ætlaði að leggja fram til stuðnings byggingu mosku. Meinið er að formaður Félags íslenskra múslíma, Sverrir Agnarsson, hefur ekki heyrt af þessum stuðningi nema í fréttum, en heimildamaðurinn fyrir þeim fjárútlátum er forseti Íslands. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Seddeq. Það er svo enn til að flækja málið að varaformaður Félags múslíma á Íslandi, Salmann Tamimi, hefur sagst ekki vilja sjá þessa peninga, en Sverrir hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann einn tali fyrir hönd félagsins og hann vill ekki útiloka neitt í þeim efnum.Ýmsum spurningum ósvaraðÞað sem ekki liggur fyrir er hvort um einn og sama styrkinn er að ræða, þennan sem Al-Daoudi veitti viðtöku í sendiráðinu í Stokkhólmi í desember og svo þessi sem forsetinn sagði frá, eða hvort um er að ræða bæði 170 milljónir í desember og nú aftur 136 milljónir til moskunnar. Vísir hefur áréttað fyrirspurn sína til sendiráðs Sádi Arabíu í Stokkhólmi en án árangurs. Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Félag múslima og Stofnun múslima á Íslandi, sem staðsett eru í Ýmishúsinu í Skógarhlíð 20, lögðu í fyrra inn fyrirspurnir til utanríkisráðuneytisins, sem snéru að hugsanlegum fjárframlögum frá Sádi Arabíu. „Í fyrra bárust okkur þrjár fyrirspurnir vegna fyrirhugaðs fjárframlags Saudi-Araba til byggingar mosku. Ein frá Félagi múslima á Íslandi, ein frá Stofnun múslima á Íslandi og ein frá sendiráði Saudi-Arabíu gagnvart Íslandi,“ segir Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hún segir jafnframt að í svörum ráðuneytisins í öllum þessum þremur tilvikum var áréttað að flutningur fjármuna af þessu tagi væri ekki háður leyfi stjórnvalda. „Á hinn bóginn þurfi slíkir fjármagnsflutningar að fara fram í samræmi við íslensk lög og reglur og sæti eftirliti Seðlabanka og fjármálastofnana meðal annars með tilliti til gjaldeyrishafta, peningaþvættis og framfylgd alþjóðlegra þvingunaraðgerða.”170 milljónir til menningarfélagsinsÁ sendiráðsvef Sádi Arabíu er greint frá því í desember í fyrra hafi sendiherra Sádi Arabíu fyrir Svíþjóð og Ísland, Saad bin Ibrahim Al-Ibrahim, afhent fyrir hönd Sádi Arabíu, fjárframlag til Íslandsdeildar Félags múslíma í Skandinavíu. Upphæðin er í íslensku samhengi rausnarleg, eða sem nemur 170 milljónum. Þeim fjármunum veitti viðtöku Hussein Al-Daoudi. Hann er svo einn þeirra sem kom að fjármögnun kaupa á Ýmishúsinu ásamt Maryam Moe og Sulaiman Abdullah Alshiddi á sínum tíma. Trúarleiðtogi þess hóps sem hefur höfuðstöðvar sínar í Ýmishúsinu, Ahmad Seddeq, kannaðist ekki við milljónir frá Sádi Arabíu, eða þær 136 milljónir sem Ólafur Ragnar Grímsson greindi frá að nýr sendiherra Sádi Arabíu ætlaði að leggja fram til stuðnings byggingu mosku. Meinið er að formaður Félags íslenskra múslíma, Sverrir Agnarsson, hefur ekki heyrt af þessum stuðningi nema í fréttum, en heimildamaðurinn fyrir þeim fjárútlátum er forseti Íslands. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Seddeq. Það er svo enn til að flækja málið að varaformaður Félags múslíma á Íslandi, Salmann Tamimi, hefur sagst ekki vilja sjá þessa peninga, en Sverrir hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann einn tali fyrir hönd félagsins og hann vill ekki útiloka neitt í þeim efnum.Ýmsum spurningum ósvaraðÞað sem ekki liggur fyrir er hvort um einn og sama styrkinn er að ræða, þennan sem Al-Daoudi veitti viðtöku í sendiráðinu í Stokkhólmi í desember og svo þessi sem forsetinn sagði frá, eða hvort um er að ræða bæði 170 milljónir í desember og nú aftur 136 milljónir til moskunnar. Vísir hefur áréttað fyrirspurn sína til sendiráðs Sádi Arabíu í Stokkhólmi en án árangurs.
Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44
Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51
Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32
Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37
Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02