Enski boltinn

Gylfi Þór: Skoða alltaf fyrst hvenær ég spila við Manchester United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson sá um United í fyrsta leik tímabilsins.
Gylfi Þór Sigurðsson sá um United í fyrsta leik tímabilsins. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea taka á móti stórliði Manchester United á morgun í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.

Liðin mættust á Old Trafford í fyrsta leik tímabilsins þar sem Gylfi Þór skoraði sigurmarkið fyrir sína menn.

Gylfi Þór hefur spilað frábærlega fyrir Swansea á tímabilinu, en hann snýr aftur um helgina eftir að taka út þriggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk gegn Blackburn í bikarnum.

Í heildina er Gylfi Þór ekki búinn að spila fótboltaleik í 28 daga og er gott fyrir bæði Swansea og hann að leikbanninu sé lokið.

Sigurmark Gylfa á Old Trafford:


„Ég er búinn að æfa mjög vel næstum alla daga og er í fínu formi og ég hef engar áhyggjur af því að ég verði eitthvað ryðgaður,“ segir Gylfi Þór um fjarveruna í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag.

„Ég held að það sé ekki betra heldur að fá leik á móti United eftir þetta langa frí. Leikir á móti Manchester United eru þeir leikir sem maður lítur fyrst eftir þegar leikjadagskráin er gefin út.“

Manchester United er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að spilamennska liðsins hafi verið mikið gagnrýnd að undanförnu.

 

„Mér sýnist að United-liðið sé orðið heilsteyptara heldur en það var í byrjun tímabilsins. Það er kannski ekkert að spila neitt vel en það vinnur flesta leiki og það er það sem telur í þessu. Ég held að það yrði mjög gott hjá okkur ef við næðum stigi hjá móti United og ekki yrði leiðinlegra ef mér tækist að skora,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.


Tengdar fréttir

Monk: Við höfum saknað Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson hefur loksins lokið þriggja leikja banni og má spila um helgina þegar lið hans Swansea City tekur á móti Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×