Enski boltinn

Gylfi: Vonandi síðasta rauða spjaldið á ferlinum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum síðatsa leik fyrir fjórum vikum.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum síðatsa leik fyrir fjórum vikum. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn löglegur með Swansea City á nýjan leik eftir þriggja leikja bannið sem hann fékk fyrir rautt spjald í lokin á bikarleik á móti Blackburn Rovers.

Leikurinn á móti Manchester United á laugardaginn verður sá fyrsti hjá Gylfa í 28 daga og hann var í viðtali hjá theswanseaway.co.uk.

„Þetta var fyrsta rauða spjaldið og vonandi það síðasta á ferlinum. Það er ekki til verri tilfinning fyrir fótboltamann en að vera heill og þurfa að sitja upp í stúku eða horfa á leikinn í sjónvarpinu af því að þú ert í leikbanni," sagði Gylfi Þór.

Gylfi Þór Sigurðsson fékk rauða spjaldið fyrir brot á Blackburn-leikmanninum Chris Taylor í uppbótartíma leiksins. Það má sjá brotið hans hér fyrir neðan.



„Þú getur ekkert gert til þess að hjálpa liðinu og það er mjög pirrandi. Vonandi næ ég að nýta þennan pirring á réttan og jákvæðan hátt á laugardaginn," sagði Gylfi en Swansea City fær þá Manchester United í heimsókn.

„Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig persónulega að fylgjast með liðinu úr stúkunni og þá sérstaklega á móti Sunderland þegar við komust yfir en náðum ekki öllum þremur stigunum. Þetta hefur líka verið pirrandi fyrir strákana sem hafa ekki náð í þau úrslit sem við vildum fá. Það fara hinsvegar allir í gegnum kafla á tímabilinu þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp," sagði Gylfi.

„Við þurfum að snúa þessu gengi við og sigur á móti United myndi gera mikið. Við unnum þá í fyrstu umferðinni og það var frábær byrjun fyrir okkur. Þá komust við á gott skrið og getum vonandi endurtekið það núna," sagði Gylfi.

„Þó að þetta hafi verið frábær úrslit fyrir okkur á Old Trafford en United er með allt annað lið núna. Þeir eru yfirvegaðri og eru að ná í úrslit á seiglunni eins og í bikarnum á móti Preston," sagði Gylfi.

„Við þurfum að spila betur í þessum leik ef við ætlum að ná góðum úrslitum á móti þeim. Við misstum aðeins dampinn eftir jólin en ég er viss um að við komum sterkir til baka," sagði Gylfi.


Tengdar fréttir

Monk: Við höfum saknað Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson hefur loksins lokið þriggja leikja banni og má spila um helgina þegar lið hans Swansea City tekur á móti Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×