Erlent

Kaþólska kirkjan sveik 875 milljónir út úr norska ríkinu

Atli Ísleifsson skrifar
Kaþólska kirkjan í Bergen.
Kaþólska kirkjan í Bergen. Mynd/Wikipedia Commons
Lögregla í Noregi gerði húsleit á skrifstofum biskupsumdæmi kaþólsku kirkjunnar í Ósló í morgun vegna gruns um að kirkjan hafi falsað skráningu meðlima.

Grunur leikur á að kirkjan hafi svikið um 50 milljónir norskra króna, eða um 875 milljónir íslenskra króna, frá norska ríkinu. Að sögn lögreglu stendur til að yfirheyra nokkra lykilstarfsmenn kirkjunnar en að enn sem komið er hafi enginn verið ákærður.

Biskup kirkjunnar viðurkennir í samtali við Dagbladet að starfsmenn hafi notað símaskrá þar sem leitað var að fólki með „kaþólskt nafn“ sem síðar hafi verið skráð meðlimir í kirkjunni. Þannig hafi fjöldi meðlima verið umtalsvert hærri en ella og kirkjan því þegið hærri ríkisstyrki en hún hafi átt raunverulegan rétt á.

Síðustu átta árin hefur skráðum meðlimum kaþólsku kirkjunnar í Noregi nærri þrefaldast, úr um 50 þúsund árið 2007 í 140 þúsund árið 2014. Til samanburðar hefur skráðum meðlimum Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi fjölgað úr 7.300 í 11.400 á sama tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×