Erlent

Ársfangelsi vegna hnetupoka

Samúel Karl Ólason skrifar
Heather Cho.
Heather Cho. Vísir/AFP
Heather Cho, fyrrverandi yfirmaður Korean air flugfélagsins hefur verið dæmd í árs fangelsi. Hún neyddi flugmenn til að fara aftur að flugstöðinni svo hún gæti rekið flugþjón úr vélinni, eftir að hann færði henni hnetur í poka, en ekki í skál.Atvikið olli miklu fjaðrafoki í Suður-Kóreu og baðst faðir hennar, sem er stjórnarformaður félagsins, afsökunar á hátterni dóttur sinnar. Á vef BBC segir að málið hafi komið af stað umræðum í landinu um vald nokkurra ríkra fjölskyldna sem stýra stærstu fyrirtækjum Suður-Kóreu.Fyrir dómi grét Cho þegar hún las upp tilkynningu og baðst afsökunar en dómarinn var ekki sannfærður. Hann sagði hana ekki hafa sýnt sanna iðrun. Saksóknarar höfðu farið fram á þriggja ára dóm yfir henni en hún er einnig sögð hafa slegið flugþjóninn.Verjendur hennar sögðu hana ekki hafa brotið lög um öryggi flugvéla, með því að snúa vélinni við. Sögðu þeir þau lög ekki eiga við þar sem vélin hafi enn verið dregin af bílum. Dómarinn var ósammála því og sagði flugvélina hafa verið skráða „á flugi“.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.