Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Þorbjörn Þórðarson og Stefán Árni Pálsson skrifa 13. febrúar 2015 20:39 Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. Ekki er sjálfgefið að þeir afpláni dóminn á Kvíabryggju, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hvert og eitt mál sé metið fyrir sig. Dómurinn sem kveðinn var upp í Hæstarétti í Al-Thani málinu í gær er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í efnahagsbrotamáli hér á landi. Allir ákærðu voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans í fjögurra ára fangelsi, Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings Lúxemborg í fjögurra og hálfs árs fangelsi og sömu refsingu hlaut Ólafur Ólafsson sem var næststærsti hluthafi bankans. „Við höfum fastar reglur í þessu, við sendum út boðunarbréf og þar eru allir jafnir. Það er nokkra vikna og jafnvel nokkra mánaða bið inn í fangelsin. Hinsvegar ef menn óska eftir því að komast strax inn í fangelsin þá verðum við við því,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Páll segir að allir hefji afplánun í Hegningarhúsinu óháð stöðu aldri eða þjóðfélagstign. Við upphaf afplánunar þurfa fangar að afklæðast og fara í læknisskoðun. En hvað ræður því hvort menn fái að afplána í opnu fangelsi eins og Kvíabryggju? „Við förum eftir brotaferli, hegðan fyrir og eftir dóm og við miðum jafnframt við að menn séu ekki lengur en tvö ár í opnu fangelsi. Allir koma inn í lokað fangelsi, ef þeir hegða sér vel eiga þeir kost á að afplána í opnu fangelsi að öllum skilyrðum uppfylltum.“ Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. Ekki er sjálfgefið að þeir afpláni dóminn á Kvíabryggju, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hvert og eitt mál sé metið fyrir sig. Dómurinn sem kveðinn var upp í Hæstarétti í Al-Thani málinu í gær er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í efnahagsbrotamáli hér á landi. Allir ákærðu voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans í fjögurra ára fangelsi, Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings Lúxemborg í fjögurra og hálfs árs fangelsi og sömu refsingu hlaut Ólafur Ólafsson sem var næststærsti hluthafi bankans. „Við höfum fastar reglur í þessu, við sendum út boðunarbréf og þar eru allir jafnir. Það er nokkra vikna og jafnvel nokkra mánaða bið inn í fangelsin. Hinsvegar ef menn óska eftir því að komast strax inn í fangelsin þá verðum við við því,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Páll segir að allir hefji afplánun í Hegningarhúsinu óháð stöðu aldri eða þjóðfélagstign. Við upphaf afplánunar þurfa fangar að afklæðast og fara í læknisskoðun. En hvað ræður því hvort menn fái að afplána í opnu fangelsi eins og Kvíabryggju? „Við förum eftir brotaferli, hegðan fyrir og eftir dóm og við miðum jafnframt við að menn séu ekki lengur en tvö ár í opnu fangelsi. Allir koma inn í lokað fangelsi, ef þeir hegða sér vel eiga þeir kost á að afplána í opnu fangelsi að öllum skilyrðum uppfylltum.“
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira