Innlent

Sítrónur eru ekki töfralyf

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sítrónuæði hefur gripið landann síðustu misseri.
Sítrónuæði hefur gripið landann síðustu misseri. Vísir/Getty
Mikið hefur verið rætt um það upp á síðkastið að sítrónur séu allra meina bót og greip hálfgert sítrónuæði landann nú í upphafi árs.

Vísir sagði meðal annars frá því í janúar að sítrónuskortur væri víða en áður hafði læknirinn Hallgrímur Magnússon sagt að heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónuvatn. En eru sítrónur, og aðrir sítrusávextir, einhvers konar töfralyf?

Ef marka má svar á Vísindavef Háskóla Íslands er svo ekki en spurt var: „Eru sítrónur og aðrir sítrusávextir eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum?“

Anna Ragna Magnúsdóttir, næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum, segir í svari á vefnum að svo sé ekki. Til að mynda séu engar vísbendingar sem bendi til þess „að sítrónur og aðrir sítrusávextir lækni eða fyrirbyggi krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, beinþynningu, gigt, kvef eða aðrar sýkingar.“

Hins vegar eru sítrónur og aðrir sítrusávextir fullir af ýmsum næringarefnum, til dæmis A-, E- og C-vítamínum auk járns, trefja og sítrónusýru, og ættu því að vera hluti af næringu okkar allra, eins og segir í svari Vísindavefsins.


Tengdar fréttir

Sítrónur, allra meina bót

Fólk hefur löngum treyst hinum gula ofurávexti fyrir ótrúlegustu heilsukvillum en margt bendir til þess að glas á dag, komi heilsunni í lag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×