Sítrónuskortur á landinu: „Held það séu einhverjir kúrar í gangi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2015 10:13 vísir/getty Sítróna er allra meina bót og það hefur sýnt sig og sannað í verslunum landsins að undanförnu. Sítrónuskortur hefur gert vart við sig víða og hafa birgjar vart haft undan við að panta inn meira magn. „Sítrónan virðist vera mjög vinsæl ávaxtategund þessa dagana, meira en að undaförnu. Ég ætla nú bara að skjóta í loftið en ég held það séu einhverjir kúrar í gangi,“ segir Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana.„Eftir áramót koma upp alls konar trend,“ segir Kjartan Már.vísir/stefánKjartan segir það algengt að ákveðin ávaxtategund verði vinsælli en aðrar eftir áramót. „Þá koma upp alls konar trend. Fólk virðist hafa áhyggjur af þyngdinni eftir jólin,“ segir hann.Sjá einnig: „Heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ Sem dæmi nefnir hann vatnsmelónur og engifer. Vatnsmelónukúrinn var afar vinsæll árið 2012 en hann virkar þannig að fólk borðar ekkert nema vatnsmelónur í þrjá daga og á meðal annars að hreinsa líkamann og losa hann við bjúg. Sagt er að fólk geti misst allt að þrjú kíló á fyrrnefndum kúr. Engifer er einnig til margs nýtilegt og sagt afar gott fyrir líkamann. Það á að vera hreinsandi og bólgueyðandi og oft kallað „flensubaninn“. Það er ýmist borðað, drukkið út í heitt eða kalt vatn eða jafnvel sett út í bað, en það er sagt auka blóðflæði. Þá er það sítrónan. Hallgrímur Magnússon læknir sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir drykkju sítrónuvatn á morgnanna. Hann segir sítrónuna innihalda mikið af góðum efnum sem geti losað eiturefni úr líkamanum og líkir því við að „skúra líkamann að innan“. Hann mælir með að kreista um hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið. Tengdar fréttir „Heilsufar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ „Og hægt væri að spara mikið af magalyfjum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir. 20. nóvember 2014 10:38 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Sítróna er allra meina bót og það hefur sýnt sig og sannað í verslunum landsins að undanförnu. Sítrónuskortur hefur gert vart við sig víða og hafa birgjar vart haft undan við að panta inn meira magn. „Sítrónan virðist vera mjög vinsæl ávaxtategund þessa dagana, meira en að undaförnu. Ég ætla nú bara að skjóta í loftið en ég held það séu einhverjir kúrar í gangi,“ segir Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana.„Eftir áramót koma upp alls konar trend,“ segir Kjartan Már.vísir/stefánKjartan segir það algengt að ákveðin ávaxtategund verði vinsælli en aðrar eftir áramót. „Þá koma upp alls konar trend. Fólk virðist hafa áhyggjur af þyngdinni eftir jólin,“ segir hann.Sjá einnig: „Heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ Sem dæmi nefnir hann vatnsmelónur og engifer. Vatnsmelónukúrinn var afar vinsæll árið 2012 en hann virkar þannig að fólk borðar ekkert nema vatnsmelónur í þrjá daga og á meðal annars að hreinsa líkamann og losa hann við bjúg. Sagt er að fólk geti misst allt að þrjú kíló á fyrrnefndum kúr. Engifer er einnig til margs nýtilegt og sagt afar gott fyrir líkamann. Það á að vera hreinsandi og bólgueyðandi og oft kallað „flensubaninn“. Það er ýmist borðað, drukkið út í heitt eða kalt vatn eða jafnvel sett út í bað, en það er sagt auka blóðflæði. Þá er það sítrónan. Hallgrímur Magnússon læknir sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir drykkju sítrónuvatn á morgnanna. Hann segir sítrónuna innihalda mikið af góðum efnum sem geti losað eiturefni úr líkamanum og líkir því við að „skúra líkamann að innan“. Hann mælir með að kreista um hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið.
Tengdar fréttir „Heilsufar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ „Og hægt væri að spara mikið af magalyfjum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir. 20. nóvember 2014 10:38 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
„Heilsufar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónu“ „Og hægt væri að spara mikið af magalyfjum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir. 20. nóvember 2014 10:38