Vill friðargæsluliða SÞ í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2015 23:42 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. Vísir/EPA Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir öruggustu leiðina til að tryggja að vopnahlé haldi í Austur-Úkraínu, sé að fá friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna til landsins. Um 2.500 úkraínskir hermenn hörfuðu í dag frá bænum Debaltseve, eftir hörð átök við aðskilnaðarsinna, þrátt fyrir að vopnahlé hafi átt að taka gildi á sunnudaginn. Þjóðaröryggisráð Úkraínu samþykkti að bjóða friðargæsluliðum til landsins, en AFP fréttaveitan segir vopnahléið hanga á bláþræði. Poroshenko sagði í dag að sex hermenn hefðu látið lífið í því sem hann kallaði „skipulögðu undanhaldi“ frá Debaltseve. Hermenn sem blaðamenn AFP ræddu við sögðu þó að þeir hefðu aldrei fengið skipun um að hörfa og hefðu flúið þegar þeir sáu að skriðdrekar þeirra voru á leiðinni úr bænum.Debaltseve er hernaðarlega mikilvægur.Vísir/GraphicNewsAðskilnaðarsinnar segja bæinn vera að fullu undir stjórn þeirra og að þeir hafi tekið 300 hermenn höndum. Úkraínskir embættismenn staðfesta að hermenn séu í haldi aðskilnaðarsinna en vilja ekki segja hve margir. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins en segja þó að enn sé von um að vopnahléið haldi. Yfirvöld í Kænugarði sem og ríki NATÓ hafa sakað Rússa um að senda hermenn, vopn, skriðdreka og stórskotalið til aðskilnaðarsinna. Með því vilji Rússar ýta undir óöldina í landinu og koma í veg fyrir að Úkraína færist nær Evrópusambandinu og NATÓ. Rússar þvertaka þó fyrir það og segja þessar ásakanir vera rangar. Um bæinn Debaltseve liggja járnbrautateinar sem tengja borgirnar Donetsk og Lugansk, sem báðar eru í höndum aðskilnaðarsinna og því var bærinn þeim mjög mikilvægur. Úkraína Tengdar fréttir Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna. 18. febrúar 2015 11:01 Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu „Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum. 18. febrúar 2015 08:41 Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir öruggustu leiðina til að tryggja að vopnahlé haldi í Austur-Úkraínu, sé að fá friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna til landsins. Um 2.500 úkraínskir hermenn hörfuðu í dag frá bænum Debaltseve, eftir hörð átök við aðskilnaðarsinna, þrátt fyrir að vopnahlé hafi átt að taka gildi á sunnudaginn. Þjóðaröryggisráð Úkraínu samþykkti að bjóða friðargæsluliðum til landsins, en AFP fréttaveitan segir vopnahléið hanga á bláþræði. Poroshenko sagði í dag að sex hermenn hefðu látið lífið í því sem hann kallaði „skipulögðu undanhaldi“ frá Debaltseve. Hermenn sem blaðamenn AFP ræddu við sögðu þó að þeir hefðu aldrei fengið skipun um að hörfa og hefðu flúið þegar þeir sáu að skriðdrekar þeirra voru á leiðinni úr bænum.Debaltseve er hernaðarlega mikilvægur.Vísir/GraphicNewsAðskilnaðarsinnar segja bæinn vera að fullu undir stjórn þeirra og að þeir hafi tekið 300 hermenn höndum. Úkraínskir embættismenn staðfesta að hermenn séu í haldi aðskilnaðarsinna en vilja ekki segja hve margir. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins en segja þó að enn sé von um að vopnahléið haldi. Yfirvöld í Kænugarði sem og ríki NATÓ hafa sakað Rússa um að senda hermenn, vopn, skriðdreka og stórskotalið til aðskilnaðarsinna. Með því vilji Rússar ýta undir óöldina í landinu og koma í veg fyrir að Úkraína færist nær Evrópusambandinu og NATÓ. Rússar þvertaka þó fyrir það og segja þessar ásakanir vera rangar. Um bæinn Debaltseve liggja járnbrautateinar sem tengja borgirnar Donetsk og Lugansk, sem báðar eru í höndum aðskilnaðarsinna og því var bærinn þeim mjög mikilvægur.
Úkraína Tengdar fréttir Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna. 18. febrúar 2015 11:01 Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu „Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum. 18. febrúar 2015 08:41 Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna. 18. febrúar 2015 11:01
Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu „Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum. 18. febrúar 2015 08:41
Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21