Luis Figo vill stækka HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 15:30 Luis Figo á Wembley í dag. Vísir/Getty Luis Figo, hefur kynnt betur framboð sitt til forseta FIFA, en þessi fyrrum dýrasti og besti knattspyrnamaður í heimi ætlar að reyna að steypa Sepp Blatter af stóli. Luis Figo vill meðal annars stækka heimsmeistarakeppnina, endurvekja gömlu rangstöðuregluna og auka möguleika dómara á því að nýta sér tæknina. Luis Figo hélt blaðamannafund á Wembley í dag þar sem kynnti hvaða málefni eiga að skila honum sigri í forsetaframboðinu á móti Ali Bin Al Hussein prins, Michael van Praag og Sepp Blatter. Figo ætlar ennfremur að deila út hluta af varasjóði FIFA til aðildarlanda sinna en Alþjóðaknattspyrnusambandið er stærsta sambandið í íþróttaheiminum. Ísland ætti meiri möguleika á því að komast á HM ef keppnin stækkar en íslenska liði komst alla leið í umspil í síðustu keppni. Þrír kostir eru í stöðunni fyrir framtíðafyrirkomulag HM í fótbolta. Í fyrsta lagi að halda núverandi fyrirkomulagi með 32 liðum, í öðru lagi að fjölga í 40 lið og í þriðja lagi að fjölga í 48 lið og skipta keppninni í tvennt og hafa síðan sér útsláttarkeppni í lokin. Menn eins og Jose Mourinho og David Beckham hafa lýst yfir stuðningi við hinn 42 ára gamla Figo sem hefur sjálfur talað um að hreinsa til og endurvekja traust fólks á sambandinu. „Ég er ekki maður sem situr aðgerðalaus til hliðar og neita að skipta mér að. Ég vil sjá öðruvísi leiðtogastefnu hjá FIFA og fá meiri sýnileika, meiri samvinnu og meiri samstöðu," sagði Luis Figo. „Ég er heppinn að vera frjáls maður. Ég skulda engum neitt. Þess vegna á ég möguleika á því að starfa sem forseti fyrir fólkið. Fótboltinn er í mínu blóði og ég er tilbúinn að berjast fyrir breytingum innan FIFA," sagði Figo. FIFA Fótbolti Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Meiri meiðsli á Dönum Handbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Luis Figo, hefur kynnt betur framboð sitt til forseta FIFA, en þessi fyrrum dýrasti og besti knattspyrnamaður í heimi ætlar að reyna að steypa Sepp Blatter af stóli. Luis Figo vill meðal annars stækka heimsmeistarakeppnina, endurvekja gömlu rangstöðuregluna og auka möguleika dómara á því að nýta sér tæknina. Luis Figo hélt blaðamannafund á Wembley í dag þar sem kynnti hvaða málefni eiga að skila honum sigri í forsetaframboðinu á móti Ali Bin Al Hussein prins, Michael van Praag og Sepp Blatter. Figo ætlar ennfremur að deila út hluta af varasjóði FIFA til aðildarlanda sinna en Alþjóðaknattspyrnusambandið er stærsta sambandið í íþróttaheiminum. Ísland ætti meiri möguleika á því að komast á HM ef keppnin stækkar en íslenska liði komst alla leið í umspil í síðustu keppni. Þrír kostir eru í stöðunni fyrir framtíðafyrirkomulag HM í fótbolta. Í fyrsta lagi að halda núverandi fyrirkomulagi með 32 liðum, í öðru lagi að fjölga í 40 lið og í þriðja lagi að fjölga í 48 lið og skipta keppninni í tvennt og hafa síðan sér útsláttarkeppni í lokin. Menn eins og Jose Mourinho og David Beckham hafa lýst yfir stuðningi við hinn 42 ára gamla Figo sem hefur sjálfur talað um að hreinsa til og endurvekja traust fólks á sambandinu. „Ég er ekki maður sem situr aðgerðalaus til hliðar og neita að skipta mér að. Ég vil sjá öðruvísi leiðtogastefnu hjá FIFA og fá meiri sýnileika, meiri samvinnu og meiri samstöðu," sagði Luis Figo. „Ég er heppinn að vera frjáls maður. Ég skulda engum neitt. Þess vegna á ég möguleika á því að starfa sem forseti fyrir fólkið. Fótboltinn er í mínu blóði og ég er tilbúinn að berjast fyrir breytingum innan FIFA," sagði Figo.
FIFA Fótbolti Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Meiri meiðsli á Dönum Handbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira