Fagnar breyttu viðhorfi lögreglunnar til fíkniefna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. febrúar 2015 14:15 Fáir lögreglumenn sáust á Sónar hátíðinni. vísir/valli/andri marinó Snarrótarsamtökin voru mætt á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem fór fram síðustu helgi til að passa upp á gestir hennar væru meðvitaðir um rétt sinn gagnvart lögreglunni. Ríflega 3.000 manns voru komnir saman til að hlusta á listamennina leika lög sín. „Hátíðin í fyrra var upphafið að þessu átaki okkar en þar fór lögreglan algjöru offari,“ segir Björgvin Mýrdal, matreiðslumeistari og einn stjórnarmeðlima Snarrótarinnar. „Stórir hópar voru dregnir afsíðis og leitað á þeim án nokkurar heimildar.“Sjá einnig:Á þriðja tug kærðir á Secret Solstice fyrir vörslu fíkniefna „Lögreglan hefur í gegnum tíðina verið að misnota leitarheimildir sínar gífurlega og í raun verið að gabba fólk til þess að leyfa líkamsleit. Um helgina vorum við á staðnum og dreifðum spjöldum til að minna fólk á rétt sinn. Við urðum ekki varir við nokkuð. Fréttum af fáeinum óeinkennisklæddum lögreglumönnum en lögreglan virðist hafa séð að sér. Því ber að sjálfsögðu að fagna.“ Talsverð umræða skapaðist í kringum málið eftir Secret Solstice hátíðina. Þar var leitað á fjölmörgum og einhverjir verið sektaðir í kjölfarið. Björgvin segir þó undarlegt að margar sektanna hafi verið dregnar til baka og felldar niður.Björgvin Mýrdal„Þetta virðist vera algerlega ný lína hjá lögreglunni í fíkniefnamálum á hátíðum sem þessari. Hún kemur okkur talsvert á óvart en við erum hæstánægð með hana og fögnum að þeir hafi tekið gagnrýni okkar á þennan veg.“ Hann bendir einnig á að hátíðarhaldarar séu á milli steins og sleggju. Það sé erfitt að gagnrýna lögregluna þegar þú þarftað sækja um leyfi til hennar til þess að fá að halda viðburði. Smærri hátíðir hafi oft lent í stappi vegna þessa á meðan hátíð á borð við Iceland Airwaves hafi sloppið. „Aukin gæsla á viðburðum kemur ekki í veg fyrir neyslu heldur breytir aðeins neyslumynstrinu,“ segir Björgvin. Maður sem ætli sér að neyta efna mun neyta þeirra. Gæslan gæti haft þau áhrif að fólk neyti stærri, og jafnvel hættulega stórra, skammta áður en á staðinn er komið í stað þess að dreifa þeim á lengra tímabil. „Það er vonandi að næsta skref verði stigið alla leið. Á hátíðum úti þá eru lögreglumenn oft tveir og tveir saman íklæddir vestum í áberandi lit. Þar vilja þeir að fólk geti leitað til þeirra komi upp einhver vandamál. Hér eru lögreglumenn oft í stórum hópum og reyna að falla inn í hópinn. Það gagnast ekki nokkrum manni,“ segir Björgvin.Uppfært: Björgvin vill koma því á framfæri að fyrirsögnin er villandi. Hann fagni ekki breyttu viðhorfi lögreglunnar til fíkniefna heldur breyttu viðhorfi hennar til mannréttinda. Tengdar fréttir Ísland á kolrangri braut í fíkniefnamálum "Spurningin er hvernig við getum best stjórnað hegðun okkar á meðan við lifum í umburðarlyndu samfélagi sem kemur ekki fram við fólk eins og glæpamenn einfaldlega vegna þess hvað það velur að setja í líkama sinn.“ 9. maí 2014 13:40 Rífandi stemning á Sónar Reykjavík í gær Uppselt er á Sónar. 13. febrúar 2015 11:01 Kynna ungu fólki rétt sinn á hátíðum í sumar „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvituð um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar. 10. júlí 2014 15:09 Barrett vill breyta umræðunni um fíkniefni "Hver er réttlæting yfirvalda á því að leyfa mér ekki að gera eitthvað á viðvarandi grunni?“ 18. febrúar 2015 22:09 Skrillex stóð vel undir væntingum Hápunktur lokadags tónlistarhátíðarinnar Sónar á laugardaginn var fyrir mörgum þegar bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex tróð upp. 15. febrúar 2015 22:00 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Snarrótarsamtökin voru mætt á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem fór fram síðustu helgi til að passa upp á gestir hennar væru meðvitaðir um rétt sinn gagnvart lögreglunni. Ríflega 3.000 manns voru komnir saman til að hlusta á listamennina leika lög sín. „Hátíðin í fyrra var upphafið að þessu átaki okkar en þar fór lögreglan algjöru offari,“ segir Björgvin Mýrdal, matreiðslumeistari og einn stjórnarmeðlima Snarrótarinnar. „Stórir hópar voru dregnir afsíðis og leitað á þeim án nokkurar heimildar.“Sjá einnig:Á þriðja tug kærðir á Secret Solstice fyrir vörslu fíkniefna „Lögreglan hefur í gegnum tíðina verið að misnota leitarheimildir sínar gífurlega og í raun verið að gabba fólk til þess að leyfa líkamsleit. Um helgina vorum við á staðnum og dreifðum spjöldum til að minna fólk á rétt sinn. Við urðum ekki varir við nokkuð. Fréttum af fáeinum óeinkennisklæddum lögreglumönnum en lögreglan virðist hafa séð að sér. Því ber að sjálfsögðu að fagna.“ Talsverð umræða skapaðist í kringum málið eftir Secret Solstice hátíðina. Þar var leitað á fjölmörgum og einhverjir verið sektaðir í kjölfarið. Björgvin segir þó undarlegt að margar sektanna hafi verið dregnar til baka og felldar niður.Björgvin Mýrdal„Þetta virðist vera algerlega ný lína hjá lögreglunni í fíkniefnamálum á hátíðum sem þessari. Hún kemur okkur talsvert á óvart en við erum hæstánægð með hana og fögnum að þeir hafi tekið gagnrýni okkar á þennan veg.“ Hann bendir einnig á að hátíðarhaldarar séu á milli steins og sleggju. Það sé erfitt að gagnrýna lögregluna þegar þú þarftað sækja um leyfi til hennar til þess að fá að halda viðburði. Smærri hátíðir hafi oft lent í stappi vegna þessa á meðan hátíð á borð við Iceland Airwaves hafi sloppið. „Aukin gæsla á viðburðum kemur ekki í veg fyrir neyslu heldur breytir aðeins neyslumynstrinu,“ segir Björgvin. Maður sem ætli sér að neyta efna mun neyta þeirra. Gæslan gæti haft þau áhrif að fólk neyti stærri, og jafnvel hættulega stórra, skammta áður en á staðinn er komið í stað þess að dreifa þeim á lengra tímabil. „Það er vonandi að næsta skref verði stigið alla leið. Á hátíðum úti þá eru lögreglumenn oft tveir og tveir saman íklæddir vestum í áberandi lit. Þar vilja þeir að fólk geti leitað til þeirra komi upp einhver vandamál. Hér eru lögreglumenn oft í stórum hópum og reyna að falla inn í hópinn. Það gagnast ekki nokkrum manni,“ segir Björgvin.Uppfært: Björgvin vill koma því á framfæri að fyrirsögnin er villandi. Hann fagni ekki breyttu viðhorfi lögreglunnar til fíkniefna heldur breyttu viðhorfi hennar til mannréttinda.
Tengdar fréttir Ísland á kolrangri braut í fíkniefnamálum "Spurningin er hvernig við getum best stjórnað hegðun okkar á meðan við lifum í umburðarlyndu samfélagi sem kemur ekki fram við fólk eins og glæpamenn einfaldlega vegna þess hvað það velur að setja í líkama sinn.“ 9. maí 2014 13:40 Rífandi stemning á Sónar Reykjavík í gær Uppselt er á Sónar. 13. febrúar 2015 11:01 Kynna ungu fólki rétt sinn á hátíðum í sumar „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvituð um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar. 10. júlí 2014 15:09 Barrett vill breyta umræðunni um fíkniefni "Hver er réttlæting yfirvalda á því að leyfa mér ekki að gera eitthvað á viðvarandi grunni?“ 18. febrúar 2015 22:09 Skrillex stóð vel undir væntingum Hápunktur lokadags tónlistarhátíðarinnar Sónar á laugardaginn var fyrir mörgum þegar bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex tróð upp. 15. febrúar 2015 22:00 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Ísland á kolrangri braut í fíkniefnamálum "Spurningin er hvernig við getum best stjórnað hegðun okkar á meðan við lifum í umburðarlyndu samfélagi sem kemur ekki fram við fólk eins og glæpamenn einfaldlega vegna þess hvað það velur að setja í líkama sinn.“ 9. maí 2014 13:40
Kynna ungu fólki rétt sinn á hátíðum í sumar „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvituð um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar. 10. júlí 2014 15:09
Barrett vill breyta umræðunni um fíkniefni "Hver er réttlæting yfirvalda á því að leyfa mér ekki að gera eitthvað á viðvarandi grunni?“ 18. febrúar 2015 22:09
Skrillex stóð vel undir væntingum Hápunktur lokadags tónlistarhátíðarinnar Sónar á laugardaginn var fyrir mörgum þegar bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex tróð upp. 15. febrúar 2015 22:00