Kynna ungu fólki rétt sinn á hátíðum í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2014 15:09 Vísir/Stefán Snarrótin samtök um borgaraleg réttindi, ætla að dreifa plakötum og spjöldum um réttindi einstaklinga í samskiptum við lögreglu. Meðlimir samtakana munu dreifa spjöldunum á tónlistarhátíðum í sumar. „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvitað um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar í samtali við Vísi. „Við erum ótrúlega stolt af þessu. Spjaldið kemur tvíbrotið í nafnspjaldastærð, svo allir geti haft það í vasanum. Við reyndum að koma öllum mikilvægum upplýsingum á spjaldið.“ Júlía segir að ákveðið hafi verið að bregðast við eftir Secret Solstice hátíðina sem haldin var í Laugardalnum fyrr í sumar. Þá gagnrýndi Snarrótin framferði lögreglu. „Þetta er það sem við köllum „Cultural-profiling“, gegn ungu fólki sem að hlustar á ákveðna tegund af tónlist.“ Spjöldin og plakötin voru gerð í samstarfi við Gísla Tryggvason lögmann. Júlía segir hann hafa verið í samráði við aðra lögmenn og lögreglu. Júlía segir Snarrótina vilja að tekið sé á öllum vandamálum þegar þau komi upp og mikilvægt sé að koma fram við lögreglumenn af virðingu og sýna störfum þeirra skilning. „Núna virðist þó eins og lögreglan sé sú sem er að búa til vandamálin,“ segir Júlía. Núna um helgina verður Snarrótin á Eistnaflugi á Neskaupstað auk þess verða meðlimir Snarrótarinnar á fleiri hátíðum í sumar. „Þeir á Eistnaflugi voru boðnir og búnir til að leyfa okkur að dreifa þessu og láta plakötin liggja frammi. Því ég held að þeir séu ekkert sérstaklega sáttir við hvernig lögreglan hefur gengið fram þar,“ segir Júlía.Mynd/SnarrótinMynd/Snarrótin Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Snarrótin samtök um borgaraleg réttindi, ætla að dreifa plakötum og spjöldum um réttindi einstaklinga í samskiptum við lögreglu. Meðlimir samtakana munu dreifa spjöldunum á tónlistarhátíðum í sumar. „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvitað um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar í samtali við Vísi. „Við erum ótrúlega stolt af þessu. Spjaldið kemur tvíbrotið í nafnspjaldastærð, svo allir geti haft það í vasanum. Við reyndum að koma öllum mikilvægum upplýsingum á spjaldið.“ Júlía segir að ákveðið hafi verið að bregðast við eftir Secret Solstice hátíðina sem haldin var í Laugardalnum fyrr í sumar. Þá gagnrýndi Snarrótin framferði lögreglu. „Þetta er það sem við köllum „Cultural-profiling“, gegn ungu fólki sem að hlustar á ákveðna tegund af tónlist.“ Spjöldin og plakötin voru gerð í samstarfi við Gísla Tryggvason lögmann. Júlía segir hann hafa verið í samráði við aðra lögmenn og lögreglu. Júlía segir Snarrótina vilja að tekið sé á öllum vandamálum þegar þau komi upp og mikilvægt sé að koma fram við lögreglumenn af virðingu og sýna störfum þeirra skilning. „Núna virðist þó eins og lögreglan sé sú sem er að búa til vandamálin,“ segir Júlía. Núna um helgina verður Snarrótin á Eistnaflugi á Neskaupstað auk þess verða meðlimir Snarrótarinnar á fleiri hátíðum í sumar. „Þeir á Eistnaflugi voru boðnir og búnir til að leyfa okkur að dreifa þessu og láta plakötin liggja frammi. Því ég held að þeir séu ekkert sérstaklega sáttir við hvernig lögreglan hefur gengið fram þar,“ segir Júlía.Mynd/SnarrótinMynd/Snarrótin
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira