Kynna ungu fólki rétt sinn á hátíðum í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2014 15:09 Vísir/Stefán Snarrótin samtök um borgaraleg réttindi, ætla að dreifa plakötum og spjöldum um réttindi einstaklinga í samskiptum við lögreglu. Meðlimir samtakana munu dreifa spjöldunum á tónlistarhátíðum í sumar. „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvitað um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar í samtali við Vísi. „Við erum ótrúlega stolt af þessu. Spjaldið kemur tvíbrotið í nafnspjaldastærð, svo allir geti haft það í vasanum. Við reyndum að koma öllum mikilvægum upplýsingum á spjaldið.“ Júlía segir að ákveðið hafi verið að bregðast við eftir Secret Solstice hátíðina sem haldin var í Laugardalnum fyrr í sumar. Þá gagnrýndi Snarrótin framferði lögreglu. „Þetta er það sem við köllum „Cultural-profiling“, gegn ungu fólki sem að hlustar á ákveðna tegund af tónlist.“ Spjöldin og plakötin voru gerð í samstarfi við Gísla Tryggvason lögmann. Júlía segir hann hafa verið í samráði við aðra lögmenn og lögreglu. Júlía segir Snarrótina vilja að tekið sé á öllum vandamálum þegar þau komi upp og mikilvægt sé að koma fram við lögreglumenn af virðingu og sýna störfum þeirra skilning. „Núna virðist þó eins og lögreglan sé sú sem er að búa til vandamálin,“ segir Júlía. Núna um helgina verður Snarrótin á Eistnaflugi á Neskaupstað auk þess verða meðlimir Snarrótarinnar á fleiri hátíðum í sumar. „Þeir á Eistnaflugi voru boðnir og búnir til að leyfa okkur að dreifa þessu og láta plakötin liggja frammi. Því ég held að þeir séu ekkert sérstaklega sáttir við hvernig lögreglan hefur gengið fram þar,“ segir Júlía.Mynd/SnarrótinMynd/Snarrótin Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Snarrótin samtök um borgaraleg réttindi, ætla að dreifa plakötum og spjöldum um réttindi einstaklinga í samskiptum við lögreglu. Meðlimir samtakana munu dreifa spjöldunum á tónlistarhátíðum í sumar. „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvitað um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar í samtali við Vísi. „Við erum ótrúlega stolt af þessu. Spjaldið kemur tvíbrotið í nafnspjaldastærð, svo allir geti haft það í vasanum. Við reyndum að koma öllum mikilvægum upplýsingum á spjaldið.“ Júlía segir að ákveðið hafi verið að bregðast við eftir Secret Solstice hátíðina sem haldin var í Laugardalnum fyrr í sumar. Þá gagnrýndi Snarrótin framferði lögreglu. „Þetta er það sem við köllum „Cultural-profiling“, gegn ungu fólki sem að hlustar á ákveðna tegund af tónlist.“ Spjöldin og plakötin voru gerð í samstarfi við Gísla Tryggvason lögmann. Júlía segir hann hafa verið í samráði við aðra lögmenn og lögreglu. Júlía segir Snarrótina vilja að tekið sé á öllum vandamálum þegar þau komi upp og mikilvægt sé að koma fram við lögreglumenn af virðingu og sýna störfum þeirra skilning. „Núna virðist þó eins og lögreglan sé sú sem er að búa til vandamálin,“ segir Júlía. Núna um helgina verður Snarrótin á Eistnaflugi á Neskaupstað auk þess verða meðlimir Snarrótarinnar á fleiri hátíðum í sumar. „Þeir á Eistnaflugi voru boðnir og búnir til að leyfa okkur að dreifa þessu og láta plakötin liggja frammi. Því ég held að þeir séu ekkert sérstaklega sáttir við hvernig lögreglan hefur gengið fram þar,“ segir Júlía.Mynd/SnarrótinMynd/Snarrótin
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira