Enski boltinn

Cuadrado orðinn leikmaður Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Juan Cuadrado kemur til Chelsea frá Fiorentina.
Juan Cuadrado kemur til Chelsea frá Fiorentina. vísir/getty
Eins og legið hefur í loftinu undanfarna daga er kólumbíski landsliðsmaðurinn Juan Cuadrado orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea.

Sjónvarpsstöð Chelsea var fyrst til að staðfesta fréttirnar, en Cuadrado kostar Lundúnarfélagið 26 milljónir punda.

Þannig kemur Chelsea út á sléttu eftir að félagið seldi Þjóðverjann André Schürrle til Wolfsburg fyrr í kvöld fyrir svipaða upphæð.

Cuadrado er framsækinn miðjumaður sem getur bæði spilað fyrir aftan fremsta mann og á báðum köntum, svipað og Schürrle.

Cuadrado er 26 ára gamall og vakti mikla athygli á HM síðasta sumar þar sem hann fór með kolumbíska liðinu í átta liða úrslit.

Hann var orðaður við Manchester United síðasta sumar en spilar nú með bláliðum Chelsea næstu árin.

Leikmaðurinn kemur til Chelsea frá Fiorentina þar sem hann hefur skorað 20 mörk í 85 leikjum í Seríu A undanfarin tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×