Nefndin vill ekki áfengisfrumvarpið þó að meirihluti gæti verið í þinginu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 20:46 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir frumvarpið ekki vera á leið fyrir þingið. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki afgreiða áfengisfrumvarpið úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins þrátt fyrir að líkur séu á að meirihluti sé fyrir málinu á alþingi. Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni styðja frumvarpið en að þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar eru á móti frumvarpinu. Fulltrúi Bjartrar framtíðar mun ekki leggjast gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu. Um er að ræða frumvarp sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Með frumvarpinu er áralöng einokunarverslun ríkisins á áfengi afnumin. Málið nýtur stuðnings allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en skiptar skoðanir eru um það í öðrum flokkum. Bjarkey segir ekki meirihluta fyrir frumvarpinu í nefndinni og að málið stoppi því þar, óháð því hvað myndi hugsanlega gerast færi málið til almennrar atkvæðagreiðslu á þingfundi. En væri ekki lýðræðislegast að þingið tæki afstöðu til málsins? „Er það ekki brot á lýðræðinu ef þú þarft að fá inn fólk annað en þá sem þar eru aðalmenn til þess að afgreiða mál út af því að samvisku sinnar vegna getur fólk ekki stutt það?“ spyr hún á móti og ítrekar að þingnefndin sé á móti frumvarpinu. Bjarkey segir að staðan sé ekki sérstök og nefnir að málið hafi oft komið fyrir þingið án þess að hljóta náð fyrir nefndum. „Ég tel að þetta sé ekki önnur klemma en verið hefur,“ segir hún. Umræðu um málið var lokið þar til að Vilhjálmur kom fyrir nefndina í gærmorgun með drög að breytingum á frumvarpinu. Þessar breytingar verða ræddar að sögn Bjarkeyjar sem útilokar ekki að frumvarpið fari í gegnum nefndina í breyttri mynd. „Það er allt mögulegt í þessu í sjálfu sér en ég allavega greiði því ekki atkvæði og það kæmi mér verulega á óvart ef aðalfulltrúar meirihlutans að öðru leiti en sjálfstæðismanna greiddu þessu frumvarpi atkvæði sitt út,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki afgreiða áfengisfrumvarpið úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins þrátt fyrir að líkur séu á að meirihluti sé fyrir málinu á alþingi. Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni styðja frumvarpið en að þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar eru á móti frumvarpinu. Fulltrúi Bjartrar framtíðar mun ekki leggjast gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu. Um er að ræða frumvarp sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Með frumvarpinu er áralöng einokunarverslun ríkisins á áfengi afnumin. Málið nýtur stuðnings allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en skiptar skoðanir eru um það í öðrum flokkum. Bjarkey segir ekki meirihluta fyrir frumvarpinu í nefndinni og að málið stoppi því þar, óháð því hvað myndi hugsanlega gerast færi málið til almennrar atkvæðagreiðslu á þingfundi. En væri ekki lýðræðislegast að þingið tæki afstöðu til málsins? „Er það ekki brot á lýðræðinu ef þú þarft að fá inn fólk annað en þá sem þar eru aðalmenn til þess að afgreiða mál út af því að samvisku sinnar vegna getur fólk ekki stutt það?“ spyr hún á móti og ítrekar að þingnefndin sé á móti frumvarpinu. Bjarkey segir að staðan sé ekki sérstök og nefnir að málið hafi oft komið fyrir þingið án þess að hljóta náð fyrir nefndum. „Ég tel að þetta sé ekki önnur klemma en verið hefur,“ segir hún. Umræðu um málið var lokið þar til að Vilhjálmur kom fyrir nefndina í gærmorgun með drög að breytingum á frumvarpinu. Þessar breytingar verða ræddar að sögn Bjarkeyjar sem útilokar ekki að frumvarpið fari í gegnum nefndina í breyttri mynd. „Það er allt mögulegt í þessu í sjálfu sér en ég allavega greiði því ekki atkvæði og það kæmi mér verulega á óvart ef aðalfulltrúar meirihlutans að öðru leiti en sjálfstæðismanna greiddu þessu frumvarpi atkvæði sitt út,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent