Enski boltinn

Man. Utd aftur orðað við Depay

Memphis Depay í leik með PSV.
Memphis Depay í leik með PSV. vísir/getty
Man. Utd var lengi orðað við hollenska landsliðsmanninn Memphis Depay síðasta sumar.

Ekkert varð af því að hann kæmi til félagsins þá en málið er engu að síður ekki dautt.

Nú er sagt að Louis van Gaal ætli að reyna að fá þennan tvítuga strák til Man. Utd næsta sumar.

Hann er á mála hjá PSV og var ekki seldur síðasta sumar þrátt fyrir að hafa vakið athygli á HM.

Man. Utd er sagt vera til í að greiða 10 milljónir punda fyrir hann en ekki er víst að það dugi til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×