Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2015 12:15 Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Utanríkisráðherra segir að Evrópusambandið hafi verið platað til að taka á móti aðildarumsókn Íslands að sambandinu á sínum tíma. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að tillaga sem tryggi ekki aðkomu þjóðarinnar að málinu muni gera allt vitlaust í þinginu. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra minnti á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. En málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn sökuðu Bjarna Beneditksson formann flokksins um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og mótmælaalda reis í þjóðfélaginu. „Það eru deildar meiningar eðlilega. En ég veit ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn, eða meirihluti þeirra, sé einhuga á bakvið það að slíta þessum viðræðum,“ sagði Gunnar Bragi. Sem þá var spurður afhverju mætti ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið. „Ég meina, af hverju var þjóðinni ekki leyft að kjósa þegar við fórum af stað? Er ekki rétt að núllstilla þessa stöðu sem við erum í núna? Við vorum einhvern veginn plötuð inn í þetta ferli. Evrópusambandið var platað til að taka við umsókn sem ekki var fylgi á bakvið. Þið muni eftir því að ríkisstjórnin var meira að segja klofin,“ sagði Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir engan hafa verið blekktan í þessum efnum. „Það er auðvitað tóm vitleysa og sýnir að hann þekkir ekki söguna eða er að fara í felur. Á þessum tíma var yfirgnæfandi fylgi meðal þjóðarinnar samkvæmt könnunum fyrir því að sækja um. En það sem meira var, það var mjög sterkur stuðningur við það í þinginu. Og það var fylgi við umsóknina í öllum flokkum. Þar á meðal hans flokki þar sem voru þrír þingmenn sem vildu fara þessa leið,“ segir Össur. Ef einhverjir standi fyrir blekkingum séu það oddvitar núverandi stjórnarflokka sem hefðu lofað bæði fyrir og eftir kosningar að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Bjarni hafi sagt á síðsta ári að svona tillaga kæmi aldrei fram aftur nema tryggt yrði að þjóðin hefði aðkomu að málinu. „Svo við eigum eftir að sjá hvort hún kemur fram í sama formi. En ef hún kemur fram verður auðvitað allt vitlaust í þingu og mér þykir líklegt að það verði fjöldamótmæli eins og í fyrra,“ segir Össur. Þá muni svona tillaga líklega leiða til þess að sneið klofni úr Sjálfstæðisflokknum og nýtt framboð komi fram sem tryggi að ríkisstjórnin falli í næstu kosningum. „Það er mjög sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli því láta Framsókn knýja sig í vegferð sem leiðir til klofnings Sjálfstæðisflokksins og eiginlega garantís fyrir því að ríkisstjórnin muni falla,“ segir Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að Evrópusambandið hafi verið platað til að taka á móti aðildarumsókn Íslands að sambandinu á sínum tíma. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að tillaga sem tryggi ekki aðkomu þjóðarinnar að málinu muni gera allt vitlaust í þinginu. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra minnti á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. En málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn sökuðu Bjarna Beneditksson formann flokksins um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og mótmælaalda reis í þjóðfélaginu. „Það eru deildar meiningar eðlilega. En ég veit ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn, eða meirihluti þeirra, sé einhuga á bakvið það að slíta þessum viðræðum,“ sagði Gunnar Bragi. Sem þá var spurður afhverju mætti ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið. „Ég meina, af hverju var þjóðinni ekki leyft að kjósa þegar við fórum af stað? Er ekki rétt að núllstilla þessa stöðu sem við erum í núna? Við vorum einhvern veginn plötuð inn í þetta ferli. Evrópusambandið var platað til að taka við umsókn sem ekki var fylgi á bakvið. Þið muni eftir því að ríkisstjórnin var meira að segja klofin,“ sagði Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir engan hafa verið blekktan í þessum efnum. „Það er auðvitað tóm vitleysa og sýnir að hann þekkir ekki söguna eða er að fara í felur. Á þessum tíma var yfirgnæfandi fylgi meðal þjóðarinnar samkvæmt könnunum fyrir því að sækja um. En það sem meira var, það var mjög sterkur stuðningur við það í þinginu. Og það var fylgi við umsóknina í öllum flokkum. Þar á meðal hans flokki þar sem voru þrír þingmenn sem vildu fara þessa leið,“ segir Össur. Ef einhverjir standi fyrir blekkingum séu það oddvitar núverandi stjórnarflokka sem hefðu lofað bæði fyrir og eftir kosningar að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Bjarni hafi sagt á síðsta ári að svona tillaga kæmi aldrei fram aftur nema tryggt yrði að þjóðin hefði aðkomu að málinu. „Svo við eigum eftir að sjá hvort hún kemur fram í sama formi. En ef hún kemur fram verður auðvitað allt vitlaust í þingu og mér þykir líklegt að það verði fjöldamótmæli eins og í fyrra,“ segir Össur. Þá muni svona tillaga líklega leiða til þess að sneið klofni úr Sjálfstæðisflokknum og nýtt framboð komi fram sem tryggi að ríkisstjórnin falli í næstu kosningum. „Það er mjög sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli því láta Framsókn knýja sig í vegferð sem leiðir til klofnings Sjálfstæðisflokksins og eiginlega garantís fyrir því að ríkisstjórnin muni falla,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira