Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2015 12:15 Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Utanríkisráðherra segir að Evrópusambandið hafi verið platað til að taka á móti aðildarumsókn Íslands að sambandinu á sínum tíma. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að tillaga sem tryggi ekki aðkomu þjóðarinnar að málinu muni gera allt vitlaust í þinginu. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra minnti á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. En málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn sökuðu Bjarna Beneditksson formann flokksins um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og mótmælaalda reis í þjóðfélaginu. „Það eru deildar meiningar eðlilega. En ég veit ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn, eða meirihluti þeirra, sé einhuga á bakvið það að slíta þessum viðræðum,“ sagði Gunnar Bragi. Sem þá var spurður afhverju mætti ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið. „Ég meina, af hverju var þjóðinni ekki leyft að kjósa þegar við fórum af stað? Er ekki rétt að núllstilla þessa stöðu sem við erum í núna? Við vorum einhvern veginn plötuð inn í þetta ferli. Evrópusambandið var platað til að taka við umsókn sem ekki var fylgi á bakvið. Þið muni eftir því að ríkisstjórnin var meira að segja klofin,“ sagði Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir engan hafa verið blekktan í þessum efnum. „Það er auðvitað tóm vitleysa og sýnir að hann þekkir ekki söguna eða er að fara í felur. Á þessum tíma var yfirgnæfandi fylgi meðal þjóðarinnar samkvæmt könnunum fyrir því að sækja um. En það sem meira var, það var mjög sterkur stuðningur við það í þinginu. Og það var fylgi við umsóknina í öllum flokkum. Þar á meðal hans flokki þar sem voru þrír þingmenn sem vildu fara þessa leið,“ segir Össur. Ef einhverjir standi fyrir blekkingum séu það oddvitar núverandi stjórnarflokka sem hefðu lofað bæði fyrir og eftir kosningar að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Bjarni hafi sagt á síðsta ári að svona tillaga kæmi aldrei fram aftur nema tryggt yrði að þjóðin hefði aðkomu að málinu. „Svo við eigum eftir að sjá hvort hún kemur fram í sama formi. En ef hún kemur fram verður auðvitað allt vitlaust í þingu og mér þykir líklegt að það verði fjöldamótmæli eins og í fyrra,“ segir Össur. Þá muni svona tillaga líklega leiða til þess að sneið klofni úr Sjálfstæðisflokknum og nýtt framboð komi fram sem tryggi að ríkisstjórnin falli í næstu kosningum. „Það er mjög sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli því láta Framsókn knýja sig í vegferð sem leiðir til klofnings Sjálfstæðisflokksins og eiginlega garantís fyrir því að ríkisstjórnin muni falla,“ segir Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að Evrópusambandið hafi verið platað til að taka á móti aðildarumsókn Íslands að sambandinu á sínum tíma. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að tillaga sem tryggi ekki aðkomu þjóðarinnar að málinu muni gera allt vitlaust í þinginu. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra minnti á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. En málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn sökuðu Bjarna Beneditksson formann flokksins um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og mótmælaalda reis í þjóðfélaginu. „Það eru deildar meiningar eðlilega. En ég veit ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn, eða meirihluti þeirra, sé einhuga á bakvið það að slíta þessum viðræðum,“ sagði Gunnar Bragi. Sem þá var spurður afhverju mætti ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið. „Ég meina, af hverju var þjóðinni ekki leyft að kjósa þegar við fórum af stað? Er ekki rétt að núllstilla þessa stöðu sem við erum í núna? Við vorum einhvern veginn plötuð inn í þetta ferli. Evrópusambandið var platað til að taka við umsókn sem ekki var fylgi á bakvið. Þið muni eftir því að ríkisstjórnin var meira að segja klofin,“ sagði Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir engan hafa verið blekktan í þessum efnum. „Það er auðvitað tóm vitleysa og sýnir að hann þekkir ekki söguna eða er að fara í felur. Á þessum tíma var yfirgnæfandi fylgi meðal þjóðarinnar samkvæmt könnunum fyrir því að sækja um. En það sem meira var, það var mjög sterkur stuðningur við það í þinginu. Og það var fylgi við umsóknina í öllum flokkum. Þar á meðal hans flokki þar sem voru þrír þingmenn sem vildu fara þessa leið,“ segir Össur. Ef einhverjir standi fyrir blekkingum séu það oddvitar núverandi stjórnarflokka sem hefðu lofað bæði fyrir og eftir kosningar að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Bjarni hafi sagt á síðsta ári að svona tillaga kæmi aldrei fram aftur nema tryggt yrði að þjóðin hefði aðkomu að málinu. „Svo við eigum eftir að sjá hvort hún kemur fram í sama formi. En ef hún kemur fram verður auðvitað allt vitlaust í þingu og mér þykir líklegt að það verði fjöldamótmæli eins og í fyrra,“ segir Össur. Þá muni svona tillaga líklega leiða til þess að sneið klofni úr Sjálfstæðisflokknum og nýtt framboð komi fram sem tryggi að ríkisstjórnin falli í næstu kosningum. „Það er mjög sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli því láta Framsókn knýja sig í vegferð sem leiðir til klofnings Sjálfstæðisflokksins og eiginlega garantís fyrir því að ríkisstjórnin muni falla,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira