Utanríkisráðherra segir að eingöngu eigi að kjósa um aðild eða ekki aðild Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2015 19:00 Utanríkisráðherra segir ekkert hafa upp á sig að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið áfram, aðeins hvort þjóðin vilji ganga í sambandið. Ný tillaga um viðræðuslit kemur sennilega fram á Alþingi fyrir mánaðamót. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar minnti á þá andstöðu sem tillaga utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið án aðkomu þjóðarinnar mætti á Alþingi og meðal þjóðarinnar síðast liðinn vetur. Hann væri því hissa á að slík tillaga væri boðuð á nýjan leik.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir„Ríkisstjórnarflokkarnir sögðu það ekki í kosningabaráttunni að þeir ætluðu að slíta viðræðunum. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þess vegna ekkert umboð til að slíta viðræðunum. Ef ríkisstjórnarflokkarnir ætla að slíta viðræðunum án þess að spyrja þjóðina þá verða þeir að minnsta kosti að sækja sér umboð til þess með alþingiskosningum,“ sagði Guðmundur. „Ég mun ekki tala fyrir utanríkisráðherra sem er sá sem mun flytja tillöguna og er fullfær um að svara fyrir það hvenær eða hvort hún kemur fram. En hún hefur verið á þingmálaskránni frá því í haust og ég geri ráð fyrir að hún komi fram innan fárra daga,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að unnið væri að mótun tillögu um viðræðuslit í utanríkisráðuneytinu. „Síðast þegar utanríkisráðherra lagði fram tillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið fór ríkisstjórnin sneypuför. Mikil andstaða var við málið á Alþingi og vikuleg mótmæli á Austurvelli. „Hún á eftir að taka á sig mynd og við sjáum svo til hvernig hún verður og hvernig þetta fer með hana. En ég er mjög glaðir með að heyra fjármálaráðherra lýsa þessu yfir. Því það sýnir alveg óskiptan stuðning hans og Sjálfstæðisflokksins við að tillagan komi fram. Auðvitað er einhver meiningarmunur innan flokksins eflaust en það er klárlega meirihluti fyrir því,“ segir Gunnar Bragi.Tilraunum til að slíta aðildarviðræðunum hefur verið ákaft mótmælt.VÍSIR/VALLIUtanríkisráðherra reiknar ekki með efnislegri breytingu á tillögunni sjálfri þótt breytingar verði á rökstuðningi í greinargerð. En fjármálaráðherra sagði í fyrra vetur að hann reiknaði ekki með annarri tillögu um þessi mál án aðkomu þjóðarinnar og Stuðningsmenn áframhaldandi viðræðna hafa nefnt að hægt væri að kjósa um málið samhliða forsetakosningum á næsta ári. „Það er ekki þannig að þú getir farið í einhvern könnunarleiðangur og séð svo bara til og hætt við. Eða hvernig sem það er ef þú færð lélegan samning. Evrópusambandið býður bara upp á það að fara inn,“ segir utanríkisráðherra. En Norðmenn gerðu það. Þeir greiddu atkvæði um samning. „Já, en það er með gömlu aðferðafræðinni. Það er vitanlega búið að breyta um aðferðafræði í Evrópusambandinu frá því það var gert,“ segir Gunnar Bragi. Þá gæti ríkisstjórnin aldrei fallist á sömu samningsmarkmið og síðasta ríkisstjórn lagði af stað með. „Þess vegna er miklu betra að núllstilla dæmið og spyrja þjóðina eftir nokkur ár hvort hún vilji fara í þetta eða ekki,“ segir Gunnar Bragi. En er ekki jafn skrýtið að spyrja þjóðina hvort hún vilji fara í Evrópusambandið þegar hún veit ekki hvað því myndi fylgja þar sem samningur lægi ekki fyrir? „Fólk veit alveg hvað því myndi fylgja. Það fylgir því að þú vilt ganga í Evrópusambandið. Þú vilt fara inn í þetta samband og ég held að það þurfi ekki mikinn yfirlestur til að kynna sér sambandið og út á hvað það gengur,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ekkert hafa upp á sig að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið áfram, aðeins hvort þjóðin vilji ganga í sambandið. Ný tillaga um viðræðuslit kemur sennilega fram á Alþingi fyrir mánaðamót. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar minnti á þá andstöðu sem tillaga utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið án aðkomu þjóðarinnar mætti á Alþingi og meðal þjóðarinnar síðast liðinn vetur. Hann væri því hissa á að slík tillaga væri boðuð á nýjan leik.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir„Ríkisstjórnarflokkarnir sögðu það ekki í kosningabaráttunni að þeir ætluðu að slíta viðræðunum. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þess vegna ekkert umboð til að slíta viðræðunum. Ef ríkisstjórnarflokkarnir ætla að slíta viðræðunum án þess að spyrja þjóðina þá verða þeir að minnsta kosti að sækja sér umboð til þess með alþingiskosningum,“ sagði Guðmundur. „Ég mun ekki tala fyrir utanríkisráðherra sem er sá sem mun flytja tillöguna og er fullfær um að svara fyrir það hvenær eða hvort hún kemur fram. En hún hefur verið á þingmálaskránni frá því í haust og ég geri ráð fyrir að hún komi fram innan fárra daga,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að unnið væri að mótun tillögu um viðræðuslit í utanríkisráðuneytinu. „Síðast þegar utanríkisráðherra lagði fram tillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið fór ríkisstjórnin sneypuför. Mikil andstaða var við málið á Alþingi og vikuleg mótmæli á Austurvelli. „Hún á eftir að taka á sig mynd og við sjáum svo til hvernig hún verður og hvernig þetta fer með hana. En ég er mjög glaðir með að heyra fjármálaráðherra lýsa þessu yfir. Því það sýnir alveg óskiptan stuðning hans og Sjálfstæðisflokksins við að tillagan komi fram. Auðvitað er einhver meiningarmunur innan flokksins eflaust en það er klárlega meirihluti fyrir því,“ segir Gunnar Bragi.Tilraunum til að slíta aðildarviðræðunum hefur verið ákaft mótmælt.VÍSIR/VALLIUtanríkisráðherra reiknar ekki með efnislegri breytingu á tillögunni sjálfri þótt breytingar verði á rökstuðningi í greinargerð. En fjármálaráðherra sagði í fyrra vetur að hann reiknaði ekki með annarri tillögu um þessi mál án aðkomu þjóðarinnar og Stuðningsmenn áframhaldandi viðræðna hafa nefnt að hægt væri að kjósa um málið samhliða forsetakosningum á næsta ári. „Það er ekki þannig að þú getir farið í einhvern könnunarleiðangur og séð svo bara til og hætt við. Eða hvernig sem það er ef þú færð lélegan samning. Evrópusambandið býður bara upp á það að fara inn,“ segir utanríkisráðherra. En Norðmenn gerðu það. Þeir greiddu atkvæði um samning. „Já, en það er með gömlu aðferðafræðinni. Það er vitanlega búið að breyta um aðferðafræði í Evrópusambandinu frá því það var gert,“ segir Gunnar Bragi. Þá gæti ríkisstjórnin aldrei fallist á sömu samningsmarkmið og síðasta ríkisstjórn lagði af stað með. „Þess vegna er miklu betra að núllstilla dæmið og spyrja þjóðina eftir nokkur ár hvort hún vilji fara í þetta eða ekki,“ segir Gunnar Bragi. En er ekki jafn skrýtið að spyrja þjóðina hvort hún vilji fara í Evrópusambandið þegar hún veit ekki hvað því myndi fylgja þar sem samningur lægi ekki fyrir? „Fólk veit alveg hvað því myndi fylgja. Það fylgir því að þú vilt ganga í Evrópusambandið. Þú vilt fara inn í þetta samband og ég held að það þurfi ekki mikinn yfirlestur til að kynna sér sambandið og út á hvað það gengur,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira