Samtök atvinnulífsins: Skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 11:44 Þorsteinn Víglundsson segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. Vísir/Getty/SA „Afstaða Samtaka atvinnulífsins liggur í raun mjög skýr fyrir. Stjórn SA hefur í tvígang ályktað að það væri bæði skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum og fá niðurstöðu sem kosið yrði um,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi.Búist er við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggi brátt fram tillögu um að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild yrði afturkölluð. Þorsteinn segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. „Við gerðum skoðanakönnun meðal okkar félagsmanna þegar þessi tillaga kom fram á síðasta ári þar sem meirihluti var andvígur því að umsóknin yrði dregin til baka.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Þorsteinn segir það þó ekki vera neitt launungarmál að spurningin um ESB-aðild hafi verið mikið hitamál innan samtakanna og skoðanir ólíkar um hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins eða utan. „Stjórn samtaknna hefur ályktað að skynsamlegast væri að ljúka viðræðum og fá þá endanlega niðurstöðu í málið. Þannig megi klára umræðuna á grundvelli fyrirliggjandi samnings.“Afstaða mótast af mynt Þorsteinn segir ljóst að meðal flestra aðila innan samtakanna hafi Evrópusambandsmálið snúist um mynt. „Það hefur mótað afstöðu flestra til málsins, óskin um alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem væri þá í þessu tilfelli evran. Við erum með mjög litla mynt í alþjóðlegu samhengi og hún hefur reynst okkur kostnaðarsöm á köflum. Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara hér út úr höftum án þess að við taki einhver önnur höft á fjármagnsflutninga. Krónan mun tæpast fljóta að fullu á nýjan leik. Þess vegna hafa menn talið það mjög brýnt að við komumst í umhverfi sem væri sambærilegt við þau lönd sem við erum að keppa við – bæði hvað varðar mynt og vaxtastig.“ Tengdar fréttir Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00 Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
„Afstaða Samtaka atvinnulífsins liggur í raun mjög skýr fyrir. Stjórn SA hefur í tvígang ályktað að það væri bæði skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum og fá niðurstöðu sem kosið yrði um,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi.Búist er við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggi brátt fram tillögu um að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild yrði afturkölluð. Þorsteinn segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. „Við gerðum skoðanakönnun meðal okkar félagsmanna þegar þessi tillaga kom fram á síðasta ári þar sem meirihluti var andvígur því að umsóknin yrði dregin til baka.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Þorsteinn segir það þó ekki vera neitt launungarmál að spurningin um ESB-aðild hafi verið mikið hitamál innan samtakanna og skoðanir ólíkar um hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins eða utan. „Stjórn samtaknna hefur ályktað að skynsamlegast væri að ljúka viðræðum og fá þá endanlega niðurstöðu í málið. Þannig megi klára umræðuna á grundvelli fyrirliggjandi samnings.“Afstaða mótast af mynt Þorsteinn segir ljóst að meðal flestra aðila innan samtakanna hafi Evrópusambandsmálið snúist um mynt. „Það hefur mótað afstöðu flestra til málsins, óskin um alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem væri þá í þessu tilfelli evran. Við erum með mjög litla mynt í alþjóðlegu samhengi og hún hefur reynst okkur kostnaðarsöm á köflum. Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara hér út úr höftum án þess að við taki einhver önnur höft á fjármagnsflutninga. Krónan mun tæpast fljóta að fullu á nýjan leik. Þess vegna hafa menn talið það mjög brýnt að við komumst í umhverfi sem væri sambærilegt við þau lönd sem við erum að keppa við – bæði hvað varðar mynt og vaxtastig.“
Tengdar fréttir Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00 Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00
Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54