Samtök atvinnulífsins: Skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 11:44 Þorsteinn Víglundsson segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. Vísir/Getty/SA „Afstaða Samtaka atvinnulífsins liggur í raun mjög skýr fyrir. Stjórn SA hefur í tvígang ályktað að það væri bæði skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum og fá niðurstöðu sem kosið yrði um,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi.Búist er við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggi brátt fram tillögu um að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild yrði afturkölluð. Þorsteinn segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. „Við gerðum skoðanakönnun meðal okkar félagsmanna þegar þessi tillaga kom fram á síðasta ári þar sem meirihluti var andvígur því að umsóknin yrði dregin til baka.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Þorsteinn segir það þó ekki vera neitt launungarmál að spurningin um ESB-aðild hafi verið mikið hitamál innan samtakanna og skoðanir ólíkar um hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins eða utan. „Stjórn samtaknna hefur ályktað að skynsamlegast væri að ljúka viðræðum og fá þá endanlega niðurstöðu í málið. Þannig megi klára umræðuna á grundvelli fyrirliggjandi samnings.“Afstaða mótast af mynt Þorsteinn segir ljóst að meðal flestra aðila innan samtakanna hafi Evrópusambandsmálið snúist um mynt. „Það hefur mótað afstöðu flestra til málsins, óskin um alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem væri þá í þessu tilfelli evran. Við erum með mjög litla mynt í alþjóðlegu samhengi og hún hefur reynst okkur kostnaðarsöm á köflum. Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara hér út úr höftum án þess að við taki einhver önnur höft á fjármagnsflutninga. Krónan mun tæpast fljóta að fullu á nýjan leik. Þess vegna hafa menn talið það mjög brýnt að við komumst í umhverfi sem væri sambærilegt við þau lönd sem við erum að keppa við – bæði hvað varðar mynt og vaxtastig.“ Tengdar fréttir Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00 Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Afstaða Samtaka atvinnulífsins liggur í raun mjög skýr fyrir. Stjórn SA hefur í tvígang ályktað að það væri bæði skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum og fá niðurstöðu sem kosið yrði um,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi.Búist er við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggi brátt fram tillögu um að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild yrði afturkölluð. Þorsteinn segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. „Við gerðum skoðanakönnun meðal okkar félagsmanna þegar þessi tillaga kom fram á síðasta ári þar sem meirihluti var andvígur því að umsóknin yrði dregin til baka.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Þorsteinn segir það þó ekki vera neitt launungarmál að spurningin um ESB-aðild hafi verið mikið hitamál innan samtakanna og skoðanir ólíkar um hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins eða utan. „Stjórn samtaknna hefur ályktað að skynsamlegast væri að ljúka viðræðum og fá þá endanlega niðurstöðu í málið. Þannig megi klára umræðuna á grundvelli fyrirliggjandi samnings.“Afstaða mótast af mynt Þorsteinn segir ljóst að meðal flestra aðila innan samtakanna hafi Evrópusambandsmálið snúist um mynt. „Það hefur mótað afstöðu flestra til málsins, óskin um alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem væri þá í þessu tilfelli evran. Við erum með mjög litla mynt í alþjóðlegu samhengi og hún hefur reynst okkur kostnaðarsöm á köflum. Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara hér út úr höftum án þess að við taki einhver önnur höft á fjármagnsflutninga. Krónan mun tæpast fljóta að fullu á nýjan leik. Þess vegna hafa menn talið það mjög brýnt að við komumst í umhverfi sem væri sambærilegt við þau lönd sem við erum að keppa við – bæði hvað varðar mynt og vaxtastig.“
Tengdar fréttir Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00 Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00
Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54