Enski boltinn

Chelsea reynir að kaupa Cuadrado

Cuadrado fagnar í leik með Fiorentina.
Cuadrado fagnar í leik með Fiorentina. vísir/getty
Chelsea virðist ætla að styrkja sig fyrir mánaðarmót og er nú að reyna að kaupa kólumbískan landsliðsmann.

Vængmaðurinn Juan Cuadrado sló í gegn á HM síðasta sumar og hefur lengi verið orðaður við mörg sterkustu lið Evrópu.

Hann er á mála hjá ítalska félaginu Fiorentina og Chelsea er að reyna að kaupa hann samkvæmt heimildum Sky.

Það kostar tæplega 27 milljónir punda að leysa hann undan samning við ítalska félagið en Chelsea vill greiða minna. Hermt er að Fiorentina hafi þegar hafnað 20 milljón punda tilboði frá Chelsea í leikmanninn.

Bæði Mohamed Salah og Andre Schürrle gætu verið á förum frá Chelsea og því vill Chelsea fá Cuadrado í staðinn.

Hann var með flestar stoðsendingar á HM ásamt Toni Kroos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×