Guðmundur Þórarins: Verð fljótur að ná tökum á dönskunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2015 22:00 Guðmundur mun leika í rauðu næstu árin. facebook-síða nordsjælland Guðmundur Þórarinsson er ánægður með vistaskiptin frá Sarpsborg 08 í Noregi til FC Nordsjælland, en Selfyssingurinn hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við danska liðið. „Ég er ánægður að vera kominn hingað og hlakka mikið til að byrja,“ sagði Guðmundur í samtali við heimasíðu Nordsjælland. „Undanfarin tvö ár hef ég spilað með Sarpsborg í Noregi sem er mjög góður klúbbur og ég hef þroskast mikið sem leikmaður og persóna þar. Ég átti góð ár í Noregi og er reiðubúinn að taka næsta skref á ferlinum,“ sagði Guðmundur sem heyrði góða hluti um Nordsjælland frá Rúnari Alex Rúnarssyni, varamarkverði liðsins og félaga hans í U21-árs landsliði Íslands. „Ég þekkti Nordsjælland nokkuð vel. Vinur minn, Rúnar Alex, spilar hér og ég spjallaði við hann um félagið og hann hafði aðeins jákvæða hluti um það að segja. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér en er jafnframt meðvitaður um að ég þarf að bæta ýmislegt í leik mínum. Þess vegna ákvað ég að fara til Nordsjælland. Þetta er flott félag með góða þjálfara og hér er allt til alls til að þroskast og þróast sem leikmaður,“ sagði Guðmundur en þjálfari Nordsjælland er landi hans, Ólafur H. Kristjánsson sem tók við danska liðinu síðasta sumar. Guðmundur býst við að vera fljótur að ná tökum á dönskunni. „Ég geri ráð fyrir að vera fljótur að læra tungumálið þar sem ég kann þegar norsku og lærði dönsku í skóla. Ekki vera feiminn við að tala dönsku við mig, ég ætti að skilja hana,“ sagði Selfyssingurinn söngelski að lokum en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðmundur gerði þriggja og hálfs árs samning við Nordsjælland Danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland hefur fest kaup á miðjumanninum Guðmundi Þórarinssyni frá Sarpsborg 08 í Noregi. 24. janúar 2015 11:26 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson er ánægður með vistaskiptin frá Sarpsborg 08 í Noregi til FC Nordsjælland, en Selfyssingurinn hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við danska liðið. „Ég er ánægður að vera kominn hingað og hlakka mikið til að byrja,“ sagði Guðmundur í samtali við heimasíðu Nordsjælland. „Undanfarin tvö ár hef ég spilað með Sarpsborg í Noregi sem er mjög góður klúbbur og ég hef þroskast mikið sem leikmaður og persóna þar. Ég átti góð ár í Noregi og er reiðubúinn að taka næsta skref á ferlinum,“ sagði Guðmundur sem heyrði góða hluti um Nordsjælland frá Rúnari Alex Rúnarssyni, varamarkverði liðsins og félaga hans í U21-árs landsliði Íslands. „Ég þekkti Nordsjælland nokkuð vel. Vinur minn, Rúnar Alex, spilar hér og ég spjallaði við hann um félagið og hann hafði aðeins jákvæða hluti um það að segja. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér en er jafnframt meðvitaður um að ég þarf að bæta ýmislegt í leik mínum. Þess vegna ákvað ég að fara til Nordsjælland. Þetta er flott félag með góða þjálfara og hér er allt til alls til að þroskast og þróast sem leikmaður,“ sagði Guðmundur en þjálfari Nordsjælland er landi hans, Ólafur H. Kristjánsson sem tók við danska liðinu síðasta sumar. Guðmundur býst við að vera fljótur að ná tökum á dönskunni. „Ég geri ráð fyrir að vera fljótur að læra tungumálið þar sem ég kann þegar norsku og lærði dönsku í skóla. Ekki vera feiminn við að tala dönsku við mig, ég ætti að skilja hana,“ sagði Selfyssingurinn söngelski að lokum en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðmundur gerði þriggja og hálfs árs samning við Nordsjælland Danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland hefur fest kaup á miðjumanninum Guðmundi Þórarinssyni frá Sarpsborg 08 í Noregi. 24. janúar 2015 11:26 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira
Guðmundur gerði þriggja og hálfs árs samning við Nordsjælland Danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland hefur fest kaup á miðjumanninum Guðmundi Þórarinssyni frá Sarpsborg 08 í Noregi. 24. janúar 2015 11:26