Enski boltinn

Real Madrid vaktar David De Gea

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Eftirsóknarverður De Gea
Eftirsóknarverður De Gea vísir/getty
Spænska stórliðið Real Madrid fylgist vel með stöðu spænska markvarðarins David De Gea hjá Manchester United.

De Gea á 18 mánuði eftir af samningi sínum við enska stórliðið og er talið að Real Madrid sé tilbúið að bjóða 30 milljónir punda í markvörðinn í sumar.

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United er sannfærður um að De Gea framlengi samning sinn við félagið. „Það held ég já,“ sagði Van Gaal.

„Ég held að ekkert komi í veg  fyrir að hann skrifi undir. Hann er fastamaður í liðinu og þegar þú ert það þá ertu líklega bestur. Stjórinn er mjög ánægður ef fastamaðurinn verður áfram með liðinu. Þannig hefur það alltaf verið,“ sagði Van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×