Enski boltinn

Wenger seldi sígarettur sem krakki

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Arsene Wenger á sér fortíð eins og aðrir
Arsene Wenger á sér fortíð eins og aðrir vísir/getty
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal reykti á fyrstu árum sínum sem fótboltaþjálfari vegna streitu og seldi sígarettur sem krakki á bar fjölskyldu sinnar í Frakklandi.

Wenger hefur þurft að bregðast við reykingum leikmanna sinna. Fyrst Jack Wilshere og nú síðast þegar Arsenal sektaði markvörðinn Wojciech Szczesny fyrir að keikja í í sturtu eftir 2-0 tapið gegn Southampton.

„Ég ólst upp á bar. Maður sá ekki út um gluggana út af reyknum og í æsku seldi ég sígarettur,“ sagði Wenger við fjölmiðla.

„Þegar ég ólst upp þurfti ég að ljúka herskyldu. Í lok hvers mánaðar fengum við greitt í sígarettum. Það hvatti okkur til að reykja.

„Þegar ég ólst upp var ég umkringdur reykingafólki og ég reykti sjálfur þegar ég var ungur þjálfari.

„Um daginn sýndi frönsk sjónvarpsstöð mynd af mér reykjandi á bekknum. Ég vissi ekki að þetta væri ég. Ég man að á þessum tíma reykti Marcelo Lippi hjá Juventus vindla alla leiki liðsins,“ sagði Wenger sem sagði þetta hafa verið vegna streitu.

„Ég er viss um að einhverjir góðir íþróttamenn reyki en þeir eru ekki góð fyrirmynd.

„Það skiptir máli hversu mikið. Það er best að reykja ekki. Þetta er sígilt umræðuefni en þegar öllu er á botninn hvolft þá er góð sending á fótboltavellinum allt sem fólkið vill sjá,“ sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×