Enski boltinn

Pellegrini: Fórum illa með færin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Pellegrini í dag
Pellegrini í dag vísir/getty
Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri Manchester City var óneitanlega svekktur að hafa ekki landað öllum stigunum þremur gegn Everton í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fernandinho kom City yfir þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum en Everton jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. Það var þó fyrst og fremst færanýtingin í fyrri hálfleik sem angraði Pellegrini.

„Við réðum lögum og lofum í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Pellegrini. „Við fengum dauðafæri en náðum ekki að skora.

„Fimmtán mínútur er langur tími. Þú getur ekki hugsað sem svo að þú sért með unninn leik 1-0 yfir þegar korter er eftir.

„Við vissum að Everton er erfitt lið við að eiga í föstum leikatriðum. Þeir fengu sitt færi og skoruðu,“ sagði Pellegrini og ítrekaði yfirburði City í fyrri hálfleik.

„Ef allur leikurinn væri eins og seinni hálfleikurinn þá væri jafntefli kannski góð úrslit. En ég get ekki gleymt því sem gerðist í fyrri hálfleik þegar við fengum svo mörg dauðafæri.

„Við lékum vel sem ég er ánægður með en fórum illa með færin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×