Enski boltinn

Var Gylfi Þór rændur níundu stoðsendingunni? | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefði nú alveg tekið við stoðsendingunni.
Gylfi Þór Sigurðsson hefði nú alveg tekið við stoðsendingunni. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea gerðu 1-1 jafntefli við West Ham í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta um helgina.

Swansea lenti marki undir á 43. mínútu þegar Andy Carroll skoraði þriðja markið sitt gegn Swansea á tímabilinu, en heimamenn jöfnuðu metin 16 mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Sjá einnig:Gylfi átti stóran þátt í jöfnunarmarki Swansea | Sjáið mörkin

Gylfi Þór tók þá hornspyrnu frá vinstri sem franski framherjinn Bafatimbi Gomis skallaði að marki, en boltinn fór í stöngina, svo Mark Noble, leikmann West Ham, og þaðan í netið.

Boltinn virðist vera á útleið eftir að hann smellur í stönginni sem myndi gera þetta að sjálfsmarki, en þannig hefur það verið skráð.

Gylfi og Gomis fá engan afslátt af þessu heldur verður Noble að sætta sig við að fá sjálfsmark skráð á sig. Spurning er þó hvort Gomis eigi að fá markið skráð á sig og Gylfi þar með stoðsendingu.

Þetta hefði verið níunda stoðsending Gylfa Þórs á tímabilinu, en hann hefur ekki átt eina slíka í rúman mánuð. Síðast gaf hann stoðsendingu í 1-1 jafntefli gegn Crystal Palace 29. nóvember.

Hann er í 2.-3. sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn deildarinnar ásamt Leighton Baines sem er búinn að jafna hann með tveimur stoðsendingum í í síðustu þremur leikjum. Cesc Fábregas, leikmaður Chelsea, trónir á toppnum með fjórtán stoðsendingar.

Stoðsendingin sem aldrei varð:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×