Enski boltinn

Gylfi átti stóran þátt í jöfnunarmarki Swansea | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Vísir/Getty
Swansea og West Ham skildu jöfn 1-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. West Ham var 1-0 yfir í hálfleik.

Andy Carroll kom West Ham yfir tveimur mínútum fyrir hálfleik með glæsilegu marki. Mark Noble jafnaði metin með sjálfmarki  rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 74 mínútur leiksins en hann átti hornspyrnu sem Gomis skallaði í stöngina og þaðan fór boltinn í Noble í jöfnunarmarkinu.

Swansea er í níunda sæti með 30 stig. West Ham er í 7. sæti með 33 stig.

Andy Carroll með glæsilegt mark: Swansea jafnar:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×