Enski boltinn

Aðeins einn í FIFA-liði ársins spilar á Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Angel Di Maria.
Angel Di Maria. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildin á aðeins einn fulltrúa í liði ársins hjá FIFA en úrvalslið ársins var tilkynnt á uppskeruhátíð FIFA sem stendur nú yfir í Zürich í Sviss.

Eini leikmaðurinn í liði ársins sem spilar á Englandi er Angel Di Maria hjá Manchester United en fyrri hluta ársins spilaði hann hjá Real Madrid þar sem hann varð Evrópumeistari í fyrravor.

Bayern München og Real Madrid eiga bæði þrjá leikmenn í FIFA-liði ársins en flestir leikmenn koma frá Þýskalandi eða þrír. Þjóðverjar urðu einmitt heimsmeistarar síðasta sumar.

Úrvalsliðið spilar leikkerfið 4-3-3.



Lið ársins hjá FIFA:

Markvörður:

Manuel Neuer (Bayern München, Þýskaland)

Varnarmenn:

Phillip Lahm (Bayern München, Þýskaland)

David Luiz (Paris St-Germain, Brasilía)

Thiago Silva (Paris St-Germain, Brasilía)

Sergio Ramos (Real Madrid, Spánn)

Miðjumenn:

Andres Iniesta (Barcelona, Spánn)

Toni Kroos (Real Madrid, Þýskaland)

Angel Di Maria (Manchester United, Argentína)

Sóknarmenn:

Arjen Robben (Bayern München, Holland)

Lionel Messi (Barcelona, Argentína)

Cristiano Ronaldo (Real Madrid, Portúgal)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×