Enski boltinn

Messan: Hvernig á að framkvæma óbeina aukaspyrnu

Óbein aukaspyrna var dæmd í leik WBA og Hull um síðustu helgi er bolta var rúllað til baka á markvörð. Upp úr spyrnunni kom sigurmark leiksins.

„Ef einhvern tímann á að dæma á þetta þá er það þarna," sagði Hjörvar Hafliðason í Messunni og sessunautar hans voru sammála honum.

„Þetta er klaufalegt hjá báðum," bætir Gummi Ben við.

Messudrengir segja að sjaldan sé dæmt á svona sendingar. Þeir ræddu óbeinar aukaspyrnur og hvernig eigi að taka slíkar spyrnur inn í teig.

Umræðuna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×