Fótbolti

Óvænt og ósanngjarnt að Messi var fyrir ofan Neuer

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manuel Neuer, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru bestir á síðasta ári.
Manuel Neuer, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru bestir á síðasta ári. vísir/getty
Toni Kroos, leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins í fótbolta, finnst að samlandi sinn Manuel Neuer hefði átt að hafna í öðru sæti í kjörinu yfir besta leikmann heims.

Neuer varð í þriðja sæti á eftir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, en Portúgalinn var kjörinn sá besti í heimi annað árið í röð með tæplega fjórðung atkvæða.

Messi fékk 15,76 prósent atkvæða og var rétt á undan Bayern-markverðinum í kosningunni, en Neuer fékk 15,72 prósent atkvæða í kosningu landsliðsfyrirliða, landsliðsþjálfara og blaðamanna.

„Það kemur á óvart og er svolítið ósanngjarnt að Neuer hafi verið fyrir neðan Messi,“ sagði Kroos, sem spilaði með Neuer hjá Bayern, í viðtali við Sky Sports í gærkvöldi.

„Ég hélt þetta yrði mjög jöfn barátta milli Manuel og Cristiano. Neuer var langbesti markvörður heims og Cristiano besti útispilarinn. Þetta átti að vera á milli þeirra í raun og veru,“ sagði Toni Kroos.

Kroos var einn fjögurra Þjóðverja sem komust á topp tíu í kosningunni um Gullboltann, en hann fékk 1,43 prósent atkvæða. Thomas Müller og Phillip Lahm voru einnig á meðal tíu efstu.


Tengdar fréttir

Messi og Cristiano hafa aldrei kosið hvorn annan

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi urðu enn á ný í tveimur efstu sætunum í kvöld þegar FIFA verðlaunaði besta knattspyrnumann heims með Gullboltanum. Cristiano Ronaldo vann annað árið í röð og Messi varð aftur að sætta sig við annað sætið.

Heimir valdi Manuel Neuer bestan í heimi

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, fékk atkvæðisrétt í kosningunni á besta knattspyrnumanni heims en Heimir var ekki sammála meirihlutanum sem valdi Cristiano Ronaldo besta fótboltamann heims annað árið í röð.

Cristiano Ronaldo bræddi mörg hjörtu á sviðinu - myndir

Cristiano Ronaldo fékk í kvöld Gullbolta FIFA annað árið í röð þegar hann var kosinn besti knattspyrnumaður heims af landsliðsþjálfurum, landsliðsfyrirliðum og útvöldum blaðamönnum úr aðildarþjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×