Breska pressan sögð svíkja tjáningarfrelsið Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2015 10:30 Sky-sjónvarpsstöðin er talin hafa sýnt Caroline Fourest talsverða ókurteisi. Sky News sjónvarpsfréttastöðin breska, og fleiri fjölmiðlar á Bretlandi, sæta nú harðri gagnrýni en margir þeirra hafa tekið þá ákvörðun að birta ekki nýja forsíðu háðsádeiluritsins Charlie Hebdo – né skopteikningar blaðsins. Í kjölfar árásarinnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo, þar sem níu manns voru teknir af lífi, hafa allra augu beinst að tjáningarfrelsinu og því hvernig fjölmiðlar umgangast það. Fram hefur komið sú áskorun að fjölmiðlar um víða veröld sýni stuðning í verki með að birta myndir Charlie Hebdo.Þeir sem eru þeirrar skoðunar segja breska fjölmiðlun hafa náð nýjum lægðum í tvíbentri og aumri afstöðu sinni. Sky News var í gær með í viðtai Caroline Fourest, í beinni útsendingu en Fourest er ein þeirra sem lifði árásina á ritstjórarskrifstofur af. Í viðtalinu hellir Fourest sér yfir breska fjölmiðlamenn, segir þá hafa svikið sig, tjáningarfrelsið og eðlilega blaðamennsku. Þegar svo hún ætlar að lyfta blaðinu, sem mjög var fjallað um í gær en það seldist upp í milljónum eintaka, var gróflega klippt á viðtalið og Dharshini David þulur biður áhorfendur afsökunar ef þarna hafi eitthvað það birst sem gæti talist móðgandi. Eftir hina hörmulegu atburði í París hafa fjölmargir fjölmiðlar tekið þá afstöðu að láta ekki kúga sig og hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við Charlie Hebdo, á forsendum tjáningarfrelsisins. En ekki allir. Fjölmiðlar voru talsvert tregari í taumi með að taka eindregna afstöðu í þessum efnum fyrir tæpum tíu árum þegar Jótlandspósturinn birti myndir sem þóttu móðgandi í garð múslíma. Þá var til dæmis DV eini fjölmiðillinn á Íslandi sem birti myndirnar, á þeim forsendum að þær hefðu ótvírætt fréttagildi. Aðrir fjölmiðlar komu sér hjá því.Í Poletiken í dag er vakin athygli á því að stóru fjölmiðlarnir í Bandaríkjunum, sem og á Bretlandi, heykjast á því að birta myndirnar sem allt snýst um; nýja forsíðu Charlie Hebdo; þrátt fyrir ótvírætt fréttagildi. En, danskir fjölmiðlar eru mjög uppteknir af málinu, enda þeim málið tengt með beinum hætti. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Sky News sjónvarpsfréttastöðin breska, og fleiri fjölmiðlar á Bretlandi, sæta nú harðri gagnrýni en margir þeirra hafa tekið þá ákvörðun að birta ekki nýja forsíðu háðsádeiluritsins Charlie Hebdo – né skopteikningar blaðsins. Í kjölfar árásarinnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo, þar sem níu manns voru teknir af lífi, hafa allra augu beinst að tjáningarfrelsinu og því hvernig fjölmiðlar umgangast það. Fram hefur komið sú áskorun að fjölmiðlar um víða veröld sýni stuðning í verki með að birta myndir Charlie Hebdo.Þeir sem eru þeirrar skoðunar segja breska fjölmiðlun hafa náð nýjum lægðum í tvíbentri og aumri afstöðu sinni. Sky News var í gær með í viðtai Caroline Fourest, í beinni útsendingu en Fourest er ein þeirra sem lifði árásina á ritstjórarskrifstofur af. Í viðtalinu hellir Fourest sér yfir breska fjölmiðlamenn, segir þá hafa svikið sig, tjáningarfrelsið og eðlilega blaðamennsku. Þegar svo hún ætlar að lyfta blaðinu, sem mjög var fjallað um í gær en það seldist upp í milljónum eintaka, var gróflega klippt á viðtalið og Dharshini David þulur biður áhorfendur afsökunar ef þarna hafi eitthvað það birst sem gæti talist móðgandi. Eftir hina hörmulegu atburði í París hafa fjölmargir fjölmiðlar tekið þá afstöðu að láta ekki kúga sig og hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við Charlie Hebdo, á forsendum tjáningarfrelsisins. En ekki allir. Fjölmiðlar voru talsvert tregari í taumi með að taka eindregna afstöðu í þessum efnum fyrir tæpum tíu árum þegar Jótlandspósturinn birti myndir sem þóttu móðgandi í garð múslíma. Þá var til dæmis DV eini fjölmiðillinn á Íslandi sem birti myndirnar, á þeim forsendum að þær hefðu ótvírætt fréttagildi. Aðrir fjölmiðlar komu sér hjá því.Í Poletiken í dag er vakin athygli á því að stóru fjölmiðlarnir í Bandaríkjunum, sem og á Bretlandi, heykjast á því að birta myndirnar sem allt snýst um; nýja forsíðu Charlie Hebdo; þrátt fyrir ótvírætt fréttagildi. En, danskir fjölmiðlar eru mjög uppteknir af málinu, enda þeim málið tengt með beinum hætti.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira