Barcelona komst í kvöld í átta liða úrslit spænsku bikarkeppninnar eftir 4-0 útisigur á Elche en Barcelona vann 9-0 samanlagt.
Stórstjörnur Barcelona eins og Lionel Messi, Luis Suárez, Neymar og Andrés Iniesta fengu frí í kvöld en það skipti litlu máli.
Luis Enrique leyfði mörgum ungum leikmönnum að spreyta sig en mörk liðsins skoruðu þeir Jérémy Mathieu, Sergi Roberto, Pedro Rodríguez (víti) og Adriano.
Barcelona var komið í 3-0 í hálfleik en síðasta markið kom síðan í uppbótartíma leiksins.
Barcelona mætir Atlético Madrid í átta liða úrslitunm en Atlético Madrid sló Real Madrid út fyrr í kvöld.
Barcelona vann öruggan sigur án stjarnanna

Tengdar fréttir

Torres með tvö mörk og Atlético sló út Real Madrid
Atlético Madrid tryggði sér sæti í átta liða úrslitum spænska bikarsins með því að slá út nágrannana í Real Madrid á Santiago Bernabéu í kvöld.