Enski boltinn

Flottur sigur hjá Arsenal | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Santi Cazorla og Oliver Giroud fagna marki þess fyrrnefnda.
Santi Cazorla og Oliver Giroud fagna marki þess fyrrnefnda. vísir/getty
Arsenal vann sterkan sigur á Englandsmeisturum Manchester City með tveimur mörkum gegn engu á Etihad-vellinum í dag.

Arsenal var sterkari aðilinn í annars rólegum fyrri hálfleik. Spánverjinn Santi Cazorla kom Skyttunum yfir á 24. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að landi hans, Nacho Monreal, hafði verið felldur innan teigs. Þetta var eina skot liðanna sem hitti á markið í fyrri hálfleik.

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri City, setti Stevan Jovetic inn í hálfleik og eftir rúmlega klukkustundar leik var Frank Lampard sendur á vettvang.

Það voru hins vegar Arsenal-menn sem tvöfölduðu forystuna á 67. mínútu þegar Oliver Giroud skoraði eftir sendingu frá Cazorla.

Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal hirti stigin þrjú. Þetta var annar sigur liðsins í röð og fjórði sigurinn í síðustu fimm leikjum. Arsenal er í 5. sæti með 39 stig, einu stigi á eftir Manchester United sem er í 4. sæti.

City er hins vegar í öðru sæti, fimm stigum á eftir toppliði Chelsea.

Man City 0-1 Arsenal Man City 0-2 Arsenal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×