Erlent

Tveir létust í snjóflóði í St Anton

Atli Ísleifsson skrifar
Þrjár þyrlur tóku þátt í björgunaraðgerðunum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þrjár þyrlur tóku þátt í björgunaraðgerðunum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Tveir eru látnir eftir að snjóflóð féll í austurríska skíðabænum St Anton fyrr í dag. Austurríska blaðið Vorarlberg Online greinir frá því að alls hafi sjö manna hópur skíðamanna lent í snjóflóðinu.

Snjóflóðið varð í norðurhlíð hins 2.809 metra há Valluga-fjalls skömmu fyrir klukkan 11 fyrr í dag. Að sögn létust tveir, einn slasaðist alvarlega en aðrir sluppu með skrámur. Þrjár þyrlur tóku þátt í björgunaraðgerðunum.

Ekki liggur fyrir um þjóðerni hinna látnu að svo stöddu, en vitað er að um ferðamenn var að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×