Hólmbert tryggði Íslandi jafntefli í Orlando Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 22:57 Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. vísir/daníel Ísland og Kanada skildu jöfn, 1-1, í seinni vináttuleik liðanna sem fram fór í Orlando í Flórída í kvöld, en fyrri leikinn á föstudaginn var vann Ísland, 2-1. Dwayne De Rosario, fjórfaldur MLS-meistari með San Jose og Houston, kom Kanadamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 30. mínútu, 1-0. Haukur Heiðar Hauksson gerðist brotlegur í teignum. De Rosario, sem er án liðs í dag, skoraði einnig mark Kanada í fyrri leiknum, en þessi 36 ára gamli leikmaður er einn af þeim bestu sem Kanada hefur framleitt.Byrjunarliðið í dag.mynd/Facebook-síða KSÍÍslenska liðið jafnaði metin á 65. mínútu. Markið skoraði Hólmbert Aron Friðjónson úr vítaspyrnu sem varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson fiskaði, 1-1. Þetta er fyrsta A-landsliðsmark Hólmberts fyrir Ísland í hans öðrum leik, en fyrsti leikurinn var sá fyrri gegn Kanada á föstudaginn var. Matthías, sem skoraði seinna mark Íslands á föstudaginn, var hársbreidd frá því að skora sigurmarkið undir lok leiksins en hann rétt missti af frábærri fyrirgjöf Elíasar Más Ómarssonar frá hægri. Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Árnason spiluðu báðir sinn fyrsta landsleik í kvöld, en í heildina fengu sex nýliðar sinn fyrsta leik í þessari vikuferð til Orlando.Lið Íslands (4-4-2): Ögmundur Kristinsson, Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson, Hörður Árnason - Rúrik Gíslason (Elías Már Ómarsson 45.), Guðmundur Þórarinsson (Björn Daníel Sverrisson 72.), Rúnar Már Sigurjónsson (Guðlaugur Victor Pálsson 45.), Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ólafur Karl Finsen 61.) - Jón Daði Böðvarsson (Matthías Vilhjálmsson 45.), Hólmbert Aron Friðjónsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson búnir að velja liðið sem mætir Kanada í vináttuleik í Orlando. 19. janúar 2015 18:30 Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Lærisveinar Lars og Heimis höfðu betur gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í Orlando. 16. janúar 2015 23:26 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Ísland og Kanada skildu jöfn, 1-1, í seinni vináttuleik liðanna sem fram fór í Orlando í Flórída í kvöld, en fyrri leikinn á föstudaginn var vann Ísland, 2-1. Dwayne De Rosario, fjórfaldur MLS-meistari með San Jose og Houston, kom Kanadamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 30. mínútu, 1-0. Haukur Heiðar Hauksson gerðist brotlegur í teignum. De Rosario, sem er án liðs í dag, skoraði einnig mark Kanada í fyrri leiknum, en þessi 36 ára gamli leikmaður er einn af þeim bestu sem Kanada hefur framleitt.Byrjunarliðið í dag.mynd/Facebook-síða KSÍÍslenska liðið jafnaði metin á 65. mínútu. Markið skoraði Hólmbert Aron Friðjónson úr vítaspyrnu sem varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson fiskaði, 1-1. Þetta er fyrsta A-landsliðsmark Hólmberts fyrir Ísland í hans öðrum leik, en fyrsti leikurinn var sá fyrri gegn Kanada á föstudaginn var. Matthías, sem skoraði seinna mark Íslands á föstudaginn, var hársbreidd frá því að skora sigurmarkið undir lok leiksins en hann rétt missti af frábærri fyrirgjöf Elíasar Más Ómarssonar frá hægri. Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Árnason spiluðu báðir sinn fyrsta landsleik í kvöld, en í heildina fengu sex nýliðar sinn fyrsta leik í þessari vikuferð til Orlando.Lið Íslands (4-4-2): Ögmundur Kristinsson, Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson, Hörður Árnason - Rúrik Gíslason (Elías Már Ómarsson 45.), Guðmundur Þórarinsson (Björn Daníel Sverrisson 72.), Rúnar Már Sigurjónsson (Guðlaugur Victor Pálsson 45.), Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ólafur Karl Finsen 61.) - Jón Daði Böðvarsson (Matthías Vilhjálmsson 45.), Hólmbert Aron Friðjónsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson búnir að velja liðið sem mætir Kanada í vináttuleik í Orlando. 19. janúar 2015 18:30 Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Lærisveinar Lars og Heimis höfðu betur gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í Orlando. 16. janúar 2015 23:26 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson búnir að velja liðið sem mætir Kanada í vináttuleik í Orlando. 19. janúar 2015 18:30
Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Lærisveinar Lars og Heimis höfðu betur gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í Orlando. 16. janúar 2015 23:26