Enski boltinn

Mourinho: Fólk er ekki hrifið af slíkum jólagjöfum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/AFP
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var með það markmið að passa orð sín þegar hann hitti fjölmiðlamenn eftir 5-3 tap Chelsea á móti Tottenham í kvöld.

„Ég vil ekki fá refsingu. Ég vil stýra liðinu í næsta leik svo ég ég segi bara að við töpuðum leiknum. Á morgun kemur nýr dagur," sagði Jose Mourinho við BT Sport.

„Það er alltaf von á öllu í öllum leikjum í þessari deild en það eru samt atriði í leikjunum sem hægt að sjá fyrir," sagði Mourinho og virtist vera ósáttur með eitthvað hjá dómurum leiksins eða hvað?

„Auðvitað hata ég að tapa leiknum en ég vil frekar tapa leikjum eins og á móti Newcastle þar sem dómarinn var með hreina frammistöðu og við vorum óheppnir. Það fylgir því önnur tilfinning að tapa leikjum vegna fótboltans," sagði Mourinho.

„Við gerðum mistök í varnarleiknum og það voru einstaklingsmistök. Það var ekki auðvelt fyrir varnarmennina mína að ráða við þá Nacer Chadli og Harry Kane. Það var líka mjög erfitt fyrir varnarmenn Tottenham að glíma við stórbrotinn Eden Hazard og góðan Diego Costa," sagði Mourinho.

„Við fengum mikilvægar jólagjafir í síðustu leikjum okkar og fólk sem elskar fótbolta er ekki hrifið af slíkum jólagjöfum," sagði Mourinho.


Tengdar fréttir

Harry Kane: Þetta sýnir hvað við erum góðir

Harry Kane var maðurinn á bak við fjögur af fimm mörkum Tottenham í 5-3 sigri á toppliði Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Kappinn var líka kátur í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×