Enski boltinn

Liverpool staðfestir brotthvarf Gerrard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard hefur verið dyggur þjónn hjá Liverpool.
Steven Gerrard hefur verið dyggur þjónn hjá Liverpool. Vísir/Getty
Liverpool hefur staðfest að Steven Gerrard muni fara frá félaginu þegar samningur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins.

Í yfirlýsingu félagsins kemur fram að Gerrard muni spila áfram en með félagi utan Bretlands, sem væri ekki í beinni samkeppni við Liverpool.

Gerrard hefur leikið með Liverpool allan sinn feril og skorað 180 mörk í nærri 700 leikjum. Hann gekk fyrst í raðir félagsins aðeins átta ára gamall og hefur unnið samtals ellefu titla.

„Þetta var ein erfiðasta ákvörðunin sem ég hef tekið en bæði ég og fjölskylda mín höfum velt þessu fyrir okkur í dágóðan tíma,“ sagði í yfirlýsingu sem Gerrard gaf út í morgun.

„Ég vil tilkynna þetta nú svo að knattspyrnustjórinn og liðið verði ekki trufluð af sögusögnum og fréttaflutningi um framtíð mína. Ég mun þó gefa allt sem ég á til félagsins þar til tímabilinu lýkur í vor.“

„Ég óska þess innilega að ég fái tækifæri til að starfa aftur með Liverpool í framtíðinni í því hlutverki sem þjónar hagsmunum félagsins best.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×