„Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2015 15:46 Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert sem ritstjóra DV. vísir/gva „Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV, á sínum fyrsta degi í nýju starfi. Líkt og kom fram fyrir helgi ákvað stjórn DV ehf. að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. „Það fór fram fínn ritstjórnarfundur í morgun og þar var skipst á skoðunum.“ Eggert segir að hann hafi gert sitt besta til að hreinsa loftið meðal starfsmanna blaðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, gagnrýndi ráðningu Eggerts harðlega í Kastljósþætti í lok síðasta árs og sagði hann þá að hugmyndin um Eggert sem ritstjóra væri búinn að vera aðal brandarinn á ritstjórninni undanfarnar vikur. Rifjuðu Jóhann Páll og kollegi hans, Jón Bjarki Magnússon, upp þegar Eggert var fenginn til að gera úttekt á starfsemi DV í nóvember. Voru blaðamenn DV þá teknir á tal, hver á fætur öðrum, ef frá er talinn Jóhann Páll. „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir,“ sagði Jóhann Páll í nóvember.Ekki tekist á en skipst á skoðunum „Að sjálfsögðu áttum við hreinskiptnar og góðar umræður og síðan þarf bara tíminn að hjálpa öllum, og verkin að fá að tala.“ Eggert segir að ekki hafi verið tekist beint á á fundinum. „Menn skiptust á skoðunum. Þetta eru ekki skoðanalaus verkfæri, blaðamenn DV, þetta er alvöru fólk.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar breytingar á stefnu DV svaraði Eggert: „Það er rosalega freistandi að segja bara, „já við ætlum að gera þetta allt saman allt öðruvísi“ en hversdagsleikinn er miklu einfaldari. Við munum halda sama striki og stefnum að því að rokka feitt á nýju ári.“ Tengdar fréttir Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40 Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV, á sínum fyrsta degi í nýju starfi. Líkt og kom fram fyrir helgi ákvað stjórn DV ehf. að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. „Það fór fram fínn ritstjórnarfundur í morgun og þar var skipst á skoðunum.“ Eggert segir að hann hafi gert sitt besta til að hreinsa loftið meðal starfsmanna blaðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, gagnrýndi ráðningu Eggerts harðlega í Kastljósþætti í lok síðasta árs og sagði hann þá að hugmyndin um Eggert sem ritstjóra væri búinn að vera aðal brandarinn á ritstjórninni undanfarnar vikur. Rifjuðu Jóhann Páll og kollegi hans, Jón Bjarki Magnússon, upp þegar Eggert var fenginn til að gera úttekt á starfsemi DV í nóvember. Voru blaðamenn DV þá teknir á tal, hver á fætur öðrum, ef frá er talinn Jóhann Páll. „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir,“ sagði Jóhann Páll í nóvember.Ekki tekist á en skipst á skoðunum „Að sjálfsögðu áttum við hreinskiptnar og góðar umræður og síðan þarf bara tíminn að hjálpa öllum, og verkin að fá að tala.“ Eggert segir að ekki hafi verið tekist beint á á fundinum. „Menn skiptust á skoðunum. Þetta eru ekki skoðanalaus verkfæri, blaðamenn DV, þetta er alvöru fólk.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar breytingar á stefnu DV svaraði Eggert: „Það er rosalega freistandi að segja bara, „já við ætlum að gera þetta allt saman allt öðruvísi“ en hversdagsleikinn er miklu einfaldari. Við munum halda sama striki og stefnum að því að rokka feitt á nýju ári.“
Tengdar fréttir Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40 Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40
Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39