Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2014 17:39 Eggert Skúlason var í haust fenginn til að gera úttekt á starfsemi DV. Vísir/STefán Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. Hallgrímur Thorsteinsson, sem verið hefur ritstjóri DV undanfarna mánuði, mun að eigin ósk leiða stefnumótun á sviði talsmálsútvarps á vegum Pressunnar og hefur þegar tekið til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Steini Kára Ragnarssyni, framkvæmdastjóra DV.Áður hafði verið greint frá því að Kolbrún yrði ritstjóri en þremur blaðamönnum DV var sagt upp störfum í dag. „Kolbrún er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, hefur unnið sem blaðamaður og yfirmaður menningarmála á Fréttablaðinu, Blaðinu og nú síðast Morgunblaðinu. Þá er hún einn þekktasti bókmenntagagnrýnandi landsins. Eggert er margreyndur fjölmiðlamaður, var um árabil fréttastjóri á Tímanum, ritstjóri Veiðimannsins og svo fréttamaður á Stöð 2 um árabil. Hann hefur síðari ár rekið eigið fyrirtæki á sviði almannatengsla. Hörður hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir viðskiptafréttir sínar fyrir Morgunblaðið.“Frekari breytingar væntanlegar í hagræðingarskyni Þá segir í tilkynningunni að til þess að ná fram skipulagsbreytingum og hagræða í rekstri hafi nokkrum starfsmönnum DV verið sagt upp í dag. Verða ennfremur gerðar breytingar á aðkeyptu efni í hagræðingarskyni. Sé það í samræmi við markmið nýrrar stjórnar DV að félagið verði rekið með hagnaði árið 2015. Næsti útgáfudagur DV er föstudagurinn 9. janúar næstkomandi. Fréttavefurinn dv.is verður þó áfram rekinn allan sólarhringinn eins og verið hefur. Í byrjun nýs árs verða kynntar margvíslegar breytingar á DV sem ætlað er að fjölga áskrifendum og auka lausasölu. Jafnframt verður ráðist í ýmsar markaðsaðgerðir til að styrkja stöðu blaðsins, en það var stofnað sem Dagblaðið Vísir árið 1910. Útgefandi DV er Björn Ingi Hrafnsson og Steinn Kári Ragnarsson er framkvæmdastjóri. Tengdar fréttir Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46 Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. Hallgrímur Thorsteinsson, sem verið hefur ritstjóri DV undanfarna mánuði, mun að eigin ósk leiða stefnumótun á sviði talsmálsútvarps á vegum Pressunnar og hefur þegar tekið til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Steini Kára Ragnarssyni, framkvæmdastjóra DV.Áður hafði verið greint frá því að Kolbrún yrði ritstjóri en þremur blaðamönnum DV var sagt upp störfum í dag. „Kolbrún er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, hefur unnið sem blaðamaður og yfirmaður menningarmála á Fréttablaðinu, Blaðinu og nú síðast Morgunblaðinu. Þá er hún einn þekktasti bókmenntagagnrýnandi landsins. Eggert er margreyndur fjölmiðlamaður, var um árabil fréttastjóri á Tímanum, ritstjóri Veiðimannsins og svo fréttamaður á Stöð 2 um árabil. Hann hefur síðari ár rekið eigið fyrirtæki á sviði almannatengsla. Hörður hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir viðskiptafréttir sínar fyrir Morgunblaðið.“Frekari breytingar væntanlegar í hagræðingarskyni Þá segir í tilkynningunni að til þess að ná fram skipulagsbreytingum og hagræða í rekstri hafi nokkrum starfsmönnum DV verið sagt upp í dag. Verða ennfremur gerðar breytingar á aðkeyptu efni í hagræðingarskyni. Sé það í samræmi við markmið nýrrar stjórnar DV að félagið verði rekið með hagnaði árið 2015. Næsti útgáfudagur DV er föstudagurinn 9. janúar næstkomandi. Fréttavefurinn dv.is verður þó áfram rekinn allan sólarhringinn eins og verið hefur. Í byrjun nýs árs verða kynntar margvíslegar breytingar á DV sem ætlað er að fjölga áskrifendum og auka lausasölu. Jafnframt verður ráðist í ýmsar markaðsaðgerðir til að styrkja stöðu blaðsins, en það var stofnað sem Dagblaðið Vísir árið 1910. Útgefandi DV er Björn Ingi Hrafnsson og Steinn Kári Ragnarsson er framkvæmdastjóri.
Tengdar fréttir Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46 Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46
Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28